Færsluflokkur: Ferðalög
Ratleikurinn verður í ár!
23.5.2011 | 11:00
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinningshafar í Ratleik Hafnarfjarðar 2010
20.10.2010 | 21:35
Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar 2010 var haldin í Bæjarbíói í dag. Góð þáttaka var og fóru 15 með vinninga heim en allir fróðari um Ratleikinn og hleðslur í umhverfinu eftir fyrirlestur Jónatans Garðarssonar og fyrirlestur Þorbjargar Guðbrandsdóttur, þátttakanda í ratleiknum sem á skemmtilegan hátt sagði frá þátttöku sinni og vinum sínum. Gunnar Axel Axelsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar flutti ávarp og lýsti ánægju sinni með leikinn sem nú væri boðinn bæjarbúum og öðrum í 14. sinn.
Bæjarstóri, Guðmundur Rúnar Árnason afhenti vinningana ásamt Guðna Gíslasyni hjá Hönnunarhúsinu sem sér um framleiðslu og framkvæmd leiksins.
Vinningshafar ásamt bæjarstjóra í Bæjarbíói. Ljósm. GG
Þrautakóngur - Verðlaun: Árskort í Hress að verðmæti 58.990,-
Svavar Ellertsson, Blikaási 18
2. sæti - Verðlaun: 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti kr. 8.900,-
Arndís Ásgrímsdóttir, Suðurhvammi 18
3. sæti - Verðlaun: Göngustafir og sokkar frá Músik & sport að verðmæti kr. 9.850,-
Viggó Örn Guðbjartsson, Suðurhvammi 7
Göngugarpur- Verðlaun: 6 mánaða kort í Hress að verðmæti kr. 39.990,-
Gísli Guðnason, Bolzano Ítalíu
2. sæti - Verðlaun: Polar F4 kaloríuúr frá Altis að verðmæti kr. 15.900,-
Borghildur F. Kristjánsdóttir, Grasarima 10, Reykjavík
3. sæti - Verðlaun: 6 mánaða kort í sundlauga Hafnarfjarðar að verðmæti kr. 8.900,-
Viktoría Ósk Einarsdóttir, Dvergholti 7
Léttfeti- Verðlaun: Scarpa Nangpa-la gönguskór frá Fjallakofanum að verðmæti kr. 32.995,-
Magnea Erna Auðunsdóttir, Sólvangsvegi 1
2. sæti - Verðlaun: 6 mánaða kort í Hress að verðmæti kr. 39.990,-
Jóhann Ingibergsson, Blikahjalla 1, Kópavogi
3. sæti - Verðlaun: 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti kr. 8.900,-
Elísabet Kjartansdóttir, Sléttahrauni 32
Heppnir þátttakendur:
Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Víðibergi 7 - Súpa og aðalréttur í Fjörunni
Eygló Sófusdóttir, Efstuhlíð 13 - Súpa og aðalréttur í Fjörunni
Marta Þórðardóttir, Lambaseli 4, Reykjavík - Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ
Elí Sigursteinn Þorsteinsson, Sléttahrauni 32 - Hundarð, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ
Hallgrímur Atlason, Erluási 4 - Hundrað, myndbók frá Hafnarfjarðarbæ
Árni Pálsson, Furuvöllum 29- Göngustafir og sokkar frá Músik & sport.
Þakkir eru færðir til styrktaraðila leiksins:
RioTintoAlca - aðalstyrktaraðili leiksins
Altis, Bæjarhrauni 8
Fjallakofinn, Reykjavíkurvegi 64
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2
Fjörukráin v/ Víkingastræti
Hress, Dalshrauni og Ásvallalaug
Músik & sport Reykjavíkurvegi 60
Aðrir styrktaraðilar:
Aðalskoðun, Helluhrauni 1
Gámaþjónustan, Hafnarfirði
Skógræktarstöðin Þöll, v/ Kaldárselsstíg
Framleiðandi og rekstur leiksins:
Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2
Útgefandi:
Hafnarfjarðarbær.
Sérstakar þakkir til:
Jónatans Garðarssonar
Ómars Smára Ármannssonar
Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur
Þátttakenda Ratleiksins og allra annarra sem komu að gerð og framkvæmd leiksins.
Ferðalög | Breytt 3.11.2010 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokahátíð Ratleiks Hafnarfjarðar 2010
14.10.2010 | 00:12
Lokahátíð Ratleiks Hafnarfjarðar 2010 verður í Bæjarbíói miðvikudaginn 20. október kl. 18-19.
Fróðleikur - Myndasýning - Verðlaunaafhending.Laufléttar veitingar.
Allir velkomnir.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleiknum lokið - Flott þátttaka í sumar!
7.10.2010 | 15:02
Það var frábær þátttaka í Ratleiknum í sumar. 170 lausnum skilað inn og 60 af þeim kláruðu Þrautakónginn!!
Fjölmargir skila ekki (því miður) og fjölmargir hafa ekki náð 9 punktum. Því má búast við að fleiri hundruð manns hafi verið á ferðinni í sumar í upplandi Hafnarfjarðar í Ratleik.
Fimmtán vinningshafar fá brátt tilkynningu. Afhending vinninga verður kynnt næstu daga.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framlenging í Ratleiknum!
22.9.2010 | 16:29
Þar sem veðurspá er þokkaleg fyrir helgina hefur verið ákveðið að framlengja Ratleik Hafnarfjarðar til mánudagsins.
Mánudaginn 27. september kl. 17 lýkur fresti til að skila inn lausnarblöðum í Ratleiknum.
Lausnarblöðum sem send eru í pósti verða tekin gild ef þau eru póststimpluð í síðasta lagi á mánudag.
Þátttaka í leiknum hefur verið mjög góð í sumar og fjölmörg góð viðbrögð borist og margir að taka þátt í fyrsta sinn. Þátttakendur sem fundið hafa 9 ratleiksmerki eða fleiri eru hvattir til að skila inn og eru fjölmargir vinningar í boði.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skilafrestur er 24. september 2010
21.9.2010 | 13:12
Það er ljóst að mikil þátttaka hefur verið í Ratleiknum í sumar og margir sem hafa fundið flesta eða alla staðina.
Allir eru hvattir til að skila inn lausnum og vera með í útdrætti um vinninga.
Skila skal lausnarblöðunum í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síðasta lagi föstudaginn 24. september.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar má nálgast ratleikskortin?
23.6.2010 | 23:21
Ratleikskortin má fá á eftirfarandi stöðum:
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Ráðhúsinu
- sundstöðum
- Skógræktarfélaginu
- Fjallakofanum
- Altis
- bensínstöðvum N1
- Aðalskoðun
- Hress
Vandað útivistarkort sem gott er að eiga.Mundu líka http://facebook.com/ratleikur
Ferðalög | Breytt 25.6.2010 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikurinn hafinn
11.6.2010 | 20:45
Guðmundur Rúnar Árnason, forseti bæjarstjórnar fékk afhent fyrsta ratleikskortið og með því var ratleikurinn formlega settur af stað. Eftir smáhnökra í bókbandi komu kortin í hús um kl. 16 en þeir sem mættu í mótttökuna fengu vandlega handbrotin kort! Hann þakkaði þeim sem stóðu að gerð leiksins, nú og í gegnum árin en sagðist verða að viðurkenna að hann hafi aldrei tekið þátt í leiknum en sagði að hleðslurnar vekti áhuga sinn og nú færi hann örugglega af stað.Gestum var boðið upp á hafnfirskt vatn í flöskum í boði hafnfirska félagsins Nordic Water.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16 Smalaskálaskúti - ATH
11.6.2010 | 20:33
Ferðalög | Breytt 24.6.2010 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1 Skotbyrgi á Mógrafarhæð
10.6.2010 | 16:57
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)