Færsluflokkur: Ferðalög

22 Skotbyrgi á Smalaskálahæð

Á Smalaskálahæð við Krist­rún­arfjárborg er lítið skotbyrgi þar sem skyttur dvöldu dægrin löng í von um að góma varginn áður hann næði að drepa búsmalann. Kjötstykki af sóttdauðu hrossi eða sauðkind sem lyktaði vel var lagt í skotlínu til að lokka varginn út úr fylgsni sínu.

23 Bekkjarskútinn

Bekkjarskútinn í Bekkjarhraunskeri er nokkuð stór og framan við hann eru fyrirhleðslur sem loka  opinu sem snýr mót norðvestri. Hraunið umhverfis skútann nefnist einu nafni Bekkjarhraun en hæðirnar kallast Bekkir. Tvær fornar götur liggja til sitthvorrar handar við Bekkina. 

24 Óttarsstaðaselsrétt

Suður af Óttarsstaðaseli er stór hraun­bás og þar er ævagömul rétt eða nátthagi sem tilheyrði selinu. Réttin er allrúmgóð og stendur á klöpp en réttarveggirnir eru hlaðnir frá hvorum kersbarmi fyrir sig. Hlið hefur verið fyrir réttaropinu en það fúnaði og varð að engu.

25 Óttarstaðaselshellar

Fjárskútar eru við flest selin í Almenningi og fyrir bragðið þurfti ekki að byggja þar beitarhús. Vestan Óttarsstaðasels er hraunhryggur og í honum er ágætur fjárskúti sem rúmaði fjölda fjár. Annar skúti er suður af selinu og átti hvor Óttarsstaðabóndi sinn fjárskúta þegar þar var tvíbýlt.

26 Fjallgrensbalar

Nokkuð sunnan frá Fjallgrensbalavörðu er hlaðið skotbyrgi þar sem refaskyttur gátu legið fyrir bráð sinni. Fjallgrenið er nærri byrginu og þegar melrakkinn kom út úr greninu til að afla matar fyrir hungraða yrðlinga sína var skyttan í góðri aðstöðu til að vinna dýrið og hreinsa grenið.  

27 Búðarvatnsstæði

Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjárveikivarnagirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga.  Vatnsstæðið er rétt undir háum hraunkanti.

Ratleikurinn hefst á föstudaginn kl. 15.30

Ratleikur-2010-kynningRatleikur Hafnarfjarðar fer nú af stað í 14. sinn.

Þema leiksins er hleðslur og á öllum punktunum 27 eru hleðslur af mannavöldum. Farið á staðina og reynið að ímynda ykkur hvernig búskaparhættir voru hér áður fyrr.

Kortið er frítt og má fá í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, á sundstöðum og bensínstöðvum.

Leikurinn stendur til 21. september 2010. Fjölbreyttir vinningar í boði.


Ratleikurinn 2010 hefst í byrjun júní.

Hafnarfjarðarbær hefur samið við Hönnunarhúsið ehf. um gerð og umsjón Ratleiksins í sumar. Í samstarfi við Jónatan Garðarsson hefur þema verið valið og er það HLEÐSLUR.

Vinnsla ratleiksins er í fullum gangi og markmiðið er að hann verði formlega settur eigi síðar en 10. júní.


Enginn ratleikur í ár

Hafnarfjarðarbær stendur ekki fyrir ratleik í ár. Engin formleg ákvörðun hefur borist frá Hafnarfjarðarbæ en líklega er niðurskurður ástæða þess þó upphæðirnar sem Hafnarfjarðarbær þarf að greiða séu alls eki háar.

Fjölmargir hafa harmað þessa ákvörðun og ætli Hafnarfjarðarbær ekki að standa að honum á næsta ári verður ratleikurinn haldinn með öðrum aðferðum.


Verðlaun veitt í Ratleiknum

Á mánudaginn voru úrslit kunngjörð í Ratleik Hafnar­fjarð­ar sem nú fór fram í 13. skipti. Engin leið er að átta sig á fjölda þátttakenda en þátttakendur segja að ef marka má á fót­sporum og fl. þá hafi mun fleiri tekið þátt nú en á síðasta ári. Þátttakendur voru á öllum aldri og ein fjölskylda, allt frá langafa og langömmu til barnabarnabarns skilaði inn úrslausnum og var svo heppin að vera dregin út.
Þrautakóngur, sá sem finnur öll 27 merkin og er svo heppinn að vera dreginn út var Ásta Sveinbjörnsdóttir og fékk hún að launum árskort frá Hress. Val­gerður Hróðmarsdóttir var Göngu­­­garpur, fann 18 merki og fékk Scarpa gönguskó frá Fjalla­kofanum að launum. Margrét Sól Torfadóttir úr Grafar­vog­inum var svo Léttfeti fann 9 merki og fékk hún  Polar púls­mæli frá Altis að launum.
Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út, Ragnar Örn Einarsson fékk vandað höfuðljós frá Fjallakofanum, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fékk Íslandskort í GPS tæki frá Samsýn og Einar Th. Jónsson fékk hádegis­verðarboð frá Café Aroma.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband