Færsluflokkur: Ferðalög
Viðurkenningar veittar 27. október kl. 17
26.10.2008 | 20:03
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikur Hafnarfjarðar sem í ár byggir á ratleikskorti með myndagrunni stendur nú sem hæst og þátttakendur eru þegar farnir að skila inn lausnum en skila má í síðasta lagi 21. september 2008.
Staðirnir eru 27 í ár, 9 í Léttfeta, 18 í Göngugarpi og 27 í Þrautakóngi. Hægt er að skila inn lausnum með einhverjum 9 af punktunum, einhverjum 18 af punktunum eða öllum.
Vinningar eru veglegir og er dregið úr réttum innsendum lausnum:
- Léttfeti: Polar púlsmælirRS200sd, S1 m/ klukku, hraðamæli o.fl. Verðmæti kr. 26.500,-
- Göngugarpur: Vandaðir Scarpa Ladakh eða Hekla leðurgönguskórmeð Goretex - frá Fjallakofanum. Verðmæti: kr. 29.995,-
- Þrautakóngur: Árskort í Hressheilsurækt. Verðmæti kr. 44.900,-
Úrdráttarvinningar: (dregið úr öllum innsendum réttum lausnum)
- Matur fyrir fjóraá Stokrotka
- Íslandskortí Garmin GPS tæki frá Samsýun
- Hádegisverður fyrir allt að 6 mannsí Café Aroma
Nú er tilvalinn tími til að nýta úlpurnar sem hangið hafa í skápnum í góða veðrinu í sumar og leita að ratleiksmerkjum og tína gómsæt ber í leiðinni.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinsamlegast færið ekki merkin
25.8.2008 | 08:45
Það er gaman að heyra hversu mikill áhugi er á ratleiknum og eins og gengur er fólk mismunandi duglegt við að finna merkin. Ég var að fá fréttir af því að búið væri að færa merkið í Valabóli og nú blasti það við. Það á ALLS EKKI að færa merkin. Þó einhverjum hafi þótt erfitt að finna eitthvert merki þá er leikurinn lagður svona og jafnt á yfir alla að ganga. Það er sjálfsagt að fólk leggi hér inn athugasemdir ef það telur að merki séu ekki staðsett í samræmi við lýsingu en alls ekki að fólk færi merkin úr stað.
Nú er veðrið búið að vera svo gott í sumar að mörgum bregður við í rigningunni. Ég var á gangi í Hrútagjá og við Markhelluhól á laugardaginn í grenjandi rigningu og vindi og það var alveg dásamlegt! Það var ágrynni af berjum, mest krækiberjum en einnig mikið af stórum bláberjum. Takið endilega með ykkur ílát og tínur ef þið sækist eftir krækiberjunum sem mér finnst reyndar bestu berin og best ef þau eru borðuð á staðnum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ratleikurinn vinsæll
14.8.2008 | 11:19
Greinilegt er að ratleikurinn nýtur mikilla vinsælda enda hefur veðurfar verið með afbrigðum gott í sumar fyrir útiveru. Öll merki eiga að vera á sínum stað, nýtt merki var sett í Óttarstaðaborgina í gærkvöldi en þar hafði merkið verið ítrekað fjarlægt.
Það er gaman að heyra að fólk notar mismunandi atferðir við leit að merkjunum en engu skiptir hvernig fólk fer að, mikilvægast er að fólk gangi í bæjarlandinu og kynnist þeim ævintýraheim sem þar leynist. Nú er berjaspretta góð víða hægt að finna bæði krækiber og bláber og sumsstaðar eru berin orðin stór og safarík og gott að svala sér á safaríkjum berjum í gönguferðinni.
Enn er nægur tími til stefnu, hægt er að skila inn lausnum til 21. september og þátttakendur eru eindregið hvattir til að skila inn lausnum og vera með í úrdrætti um vegleg verðlaun.
Eins eru þátttakendur hvattir til að tjá skoðanir sínar á ratleiknum og umhverfinu hér á síðunni. Það má gera við athugasemdir við bloggfærslur eða með skráningu í gestabókina. Ath. bloggkerfið sýnir ekki hér til vinstri nýjustu athugasemdir ef bloggfærslan sem skráð er við er eldri en 20 daga. Athugasemdir og ábendingar við ákveðin númer skráist við viðkomandi bloggfærslu en til að skoða athugasemdirnar þarf að fara í viðkomandi færslur enda færslur við merkin 27 orðnar meira en 28 daga gamlar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott veður fyrir gönguferðir.
7.7.2008 | 14:46
Nú er aldeilis gott veður fyrir gönguferðir og öll merki eiga að vera á sínum stað. Látið endilega vita hvernig gengur.
Gangi ykkur vel, kv. Guðni
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikurinn farinn af stað - nýtt loftmyndakort
29.6.2008 | 12:26
Þá er ratleikurinn hafinn og fjölmargir hafa þegar sótt kort og eru farnir út í náttúruna í leit að merkjum.
Í ár er notast við nýtt loftmyndakort sem gefur mjög góða mynd af náttúrunni eins og hún er og ætti kortið að nýtast í allri útivist í umhverfi Hafnarfjarðar. Reynsla þessa árs verður notuð til að gera enn betra kort á næsta ári og eru allar ábendingar því vel þegnar.
Allar ábendingar og fyrirspurnir við punktana er best að gera við viðkomandi færslu hér að neðan svo allir njóti góðs af. Þeir sem geta bætt við fróðleik um viðkomandi staði geri það endilega þar líka. Strax er rétt að geta að punktur 27 er SA við Stak eins og merkið sýnir en ekki NA við hann.
Ég óska ykkur góðrar skemmtunar og góðrar útivistar.
Guðni Gíslason.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikurinn hefst 27. júní
25.6.2008 | 00:10
Ratleikur Hafnarfjarðar hefst á föstudaginn en þá kemur úr prentun nýtt ratleikskort með nýjum myndagrunni sem ætti að geta gagnast mörgum og alla vega haft ánægju af að skoða.
Staðirnir eru 27 í ár, 9 í Léttfeta, 18 í Göngugarpi og 27 í Þrautakóngi.
Á nýja kortinu eru upplýsingar ekki eins og á því gamla og verið óþreytandi við að senda inn ábendingar um það sem betur má fara á kortinu og eins er ekki slegið á móti ánægjuröddum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt myndakort í ár
13.6.2008 | 09:59
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kristbjörg Lilja þrautakóngur - Góð þátttaka í Ratleiknum
2.10.2007 | 23:11
Dregið var úr innsendum lausnum og í móttöku í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar:
Heppnir þátttakendur sem fengu þeir matarúttekt hjá American Style:
Ásdís Erla Jóhannsdóttir Blikahjalla 1, Kópavogi,
Bjarni Ricther, Kvíholti 3, Hafnarfirði
Sigrún Baldursdóttir, Suðurhvammi 18, Hafnarfirði.
Léttfeti sem fékk forláta Ajungilak svefnpoka frá Fjallakofanum:
Ingimar Ingimarsson, Holtsbúð 41, Garðabæ
Göngugarpur sem fékk vandaði Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum:
Birna Grétarsdóttir, Hraunbrún 1, Hafnarfirði
Þrautakóngur sem fékk árskort í líkamsrækt hjá Hress:
Kristbjörg Lilja Jónsdóttir, Vesturvangi 28, Hafnarfirði.
Vinningshafarnir fengu allir viðurkenningarskjal, undirritað af bæjarstjóra.
Ferðalög | Breytt 3.10.2007 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðlaun afhent í dag
2.10.2007 | 09:29
Verðlaun í Ratleik Hafnarfjarðar 2007 verða afhent í þjónustumið Hafnarfjarðarbæjar í Ráðhúsinu í dag, þriðjudag kl. 17.
Léttar veitingar.
Allir eru velkomnir.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)