Ratleikurinn hafinn
11.6.2010 | 20:45
Guðmundur Rúnar Árnason, forseti bæjarstjórnar fékk afhent fyrsta ratleikskortið og með því var ratleikurinn formlega settur af stað. Eftir smáhnökra í bókbandi komu kortin í hús um kl. 16 en þeir sem mættu í mótttökuna fengu vandlega handbrotin kort! Hann þakkaði þeim sem stóðu að gerð leiksins, nú og í gegnum árin en sagðist verða að viðurkenna að hann hafi aldrei tekið þátt í leiknum en sagði að hleðslurnar vekti áhuga sinn og nú færi hann örugglega af stað.Gestum var boðið upp á hafnfirskt vatn í flöskum í boði hafnfirska félagsins Nordic Water.
Athugasemdir
Ég tók eftir því áðan að öðru megin á lausnablaðinu er síðasti skiladagur sagður 21. sept. en hinu megin á sama blaði er talað um 24. sept. Verður þá ekki 24. að gilda ?
kveðja
Anna Jóna
Anna Jóna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.