8 Níutíumetrahellir við Helgadal

Níutíumetrahellir er við gönguleiðina frá Kaldárseli (bílastæðinu við Kaldá/vatnsverndargirðinguna) til norðausturs áleiðis að Helgadal. Þótt opið gefi ekki til kynna að þarna sé langur hellir er hann nú samt sem áður eins langur og nafnið gefur til kynna. Fyrst er komið niður í nokkurs konar lágan forsal, sem þrengist síðan smám saman uns fara þarf niður á fjóra fætur. Mold er á botninum svo auðvelt er að feta sig áfram inn eftir hellinum.
Eftir spölkorn víkkar hann á ný, en þó aldrei verulega. Svo virðist sem hellirinn beygi í áttina að Lambagjá (friðlýst), sem er þarna norðvestan við opið. Sennilega er þessi rás ein af nokkrum, sem runnið hafa í gjána á sínum tíma og myndað þá miklu hraunelfur er runnið hefur niður hana til norðvesturs og síðan áfram til vesturs í átt að Kaldárseli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband