4 Selgjárhellir-syðri - fjárhellir

Í Selgjá eru tvö fjárskjól; Selgjárhellir syðri og Selgjárhellir nyrðri. Í báðum hellunum eru hleðslur og framan við þá eru minjar eftir selstöður. Selfarir tíðkuðust frá landnámi fram til loka 19. aldar. Í Selgjánni eru ummerki eftir fjársel. Fé var að jafnaði haft í selinu 10 vikur árlega, frá 6. – 16. viku sumars.
Á Reykjanesskaganum má enn sjá leifar a.m.k. 290 selstöðva af ólíkum gerðum og frá ýmsum tímum. Í þeim eru venjulega hús með þremur rýmum; baðstofa, búr og eldhús, stekkur, varða, stígur, kví og vatnsból.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband