11 Húsfell
17.6.2013 | 22:39
Húsfell stendur í mörkum Húsfellsbruna, Rjúpnadyngnahrauns og Helgadalshrauns. Mygludalir eru vestan Húsfell og austan þeirra blasir Víghóll við. Bæði þessi nöfn Víghóll og Mygludalir eru einkennileg en ekki er vitað um uppruna þeirra. Munnmæli herma að hryssa Ingólfs Arnarsonar sem Mygla hét hafi haldið sig í Mygludal, en líklegri skýring á nafninu tengist einkennilegu náttúrufyrirbæri sem myndast í hringjum og dælum og minnir á mygluskán. Farið er yfir Húsfellsgjá sunnan hólsins á leiðinni að Húsfelli og síðan getur hver og einn valið sér uppgönguleið eftir getu. Húsfell er 288 m.y.s. eða um 50 m lægra en Helgafell. Engu að síður er víðsýnt af toppi fjallsins í góðu skyggni.
Flokkur: Göngugarpur | Breytt 24.6.2014 kl. 13:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.