Rauðshellir er vestasti hluti sömu rásar og Fosshellir og 100 m hellir í Helgadal. Hann dregur nafn sitt af lit þeim er einkennir hellinn. Fyrir munnanum eru hleðslur í grónu jarðfalli. Ummerki eru þar eftir selstöðu. Stekkurinn er skammt norðar. Hellir þessi hefur einnig verið nefndur Pólverjahellir. Það nafn er tilkomið vegna þess að fyrrum fóru börnin í Pólunum í Reykjavík í árlega ferð í Helgadal, þ.á.m. í hellinn. Önnur sögn er sú að áhöfn af pólsku skipi í Hafnarfjarðarhöfn hafi gist í hellinum eftir að hafa verið hafnað um gistingu í Hafnarfirði, en sú sögn mun ekki eiga við rök að styðjast.
Meginflokkur: Ratleikur | Aukaflokkur: Léttfeti | 18.6.2017 | 22:51 | Facebook