2 Trjásýnilundur - við stórt tré
25.6.2008 | 15:41
Á 50 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var vígður nýr trjásýnilundur. Þessi lundur hefur stækkað til muna og geymir nú ýmsar fágætar trjáplöntur sem jafnvel finnast ekki annars staðar á landinu. Sumar hafa verið gefnar og aðrar hafa verið ræktaðar upp af fræjum fengnum á fræðsluferðum erlendis. Þar má m.a. finna baunatré.
Athugasemdir
Við fórum í dag að finna 2 og 3. Það gekk ágætlega en algjör tilviljun að við fundum nr. 2 því merkið lá þannig að það sást engan veginn nema fara innar og bak við tréð sem var nú ekki mikið stærra en önnur. Ég leyfði mér að laga spjaldið aðeins, svo það væri kannski ekki vitlaust að kíkja á það.
Annars er þetta frábær leikur og tökum við alltaf þátt.
Kv. Klara
Klara (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 20:08
Sæl, textinn segir alveg hvar merkið er. Merkið á alls ekki að sjást frá slóðanum. Mikilvægt er að færa ekki til merkin.
Hönnunarhúsið ehf. , 8.7.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.