Ratleikurinn farinn af stað - nýtt loftmyndakort
29.6.2008 | 12:26
Þá er ratleikurinn hafinn og fjölmargir hafa þegar sótt kort og eru farnir út í náttúruna í leit að merkjum.
Í ár er notast við nýtt loftmyndakort sem gefur mjög góða mynd af náttúrunni eins og hún er og ætti kortið að nýtast í allri útivist í umhverfi Hafnarfjarðar. Reynsla þessa árs verður notuð til að gera enn betra kort á næsta ári og eru allar ábendingar því vel þegnar.
Allar ábendingar og fyrirspurnir við punktana er best að gera við viðkomandi færslu hér að neðan svo allir njóti góðs af. Þeir sem geta bætt við fróðleik um viðkomandi staði geri það endilega þar líka. Strax er rétt að geta að punktur 27 er SA við Stak eins og merkið sýnir en ekki NA við hann.
Ég óska ykkur góðrar skemmtunar og góðrar útivistar.
Guðni Gíslason.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.