Ratleikur Hafnarfjarðar sem í ár byggir á ratleikskorti með myndagrunni stendur nú sem hæst og þátttakendur eru þegar farnir að skila inn lausnum en skila má í síðasta lagi 21. september 2008.
Staðirnir eru 27 í ár, 9 í Léttfeta, 18 í Göngugarpi og 27 í Þrautakóngi. Hægt er að skila inn lausnum með einhverjum 9 af punktunum, einhverjum 18 af punktunum eða öllum.
Vinningar eru veglegir og er dregið úr réttum innsendum lausnum:
- Léttfeti: Polar púlsmælirRS200sd, S1 m/ klukku, hraðamæli o.fl. Verðmæti kr. 26.500,-
- Göngugarpur: Vandaðir Scarpa Ladakh eða Hekla leðurgönguskórmeð Goretex - frá Fjallakofanum. Verðmæti: kr. 29.995,-
- Þrautakóngur: Árskort í Hressheilsurækt. Verðmæti kr. 44.900,-
Úrdráttarvinningar: (dregið úr öllum innsendum réttum lausnum)
- Matur fyrir fjóraá Stokrotka
- Íslandskortí Garmin GPS tæki frá Samsýun
- Hádegisverður fyrir allt að 6 mannsí Café Aroma
Nú er tilvalinn tími til að nýta úlpurnar sem hangið hafa í skápnum í góða veðrinu í sumar og leita að ratleiksmerkjum og tína gómsæt ber í leiðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.