Vinsamlegast færið ekki merkin

Það er gaman að heyra hversu mikill áhugi er á ratleiknum og eins og gengur er fólk mismunandi duglegt við að finna merkin. Ég var að fá fréttir af því að búið væri að færa merkið í Valabóli og nú blasti það við. Það á ALLS EKKI að færa merkin. Þó einhverjum hafi þótt erfitt að finna eitthvert merki þá er leikurinn lagður svona og jafnt á yfir alla að ganga. Það er sjálfsagt að fólk leggi hér inn athugasemdir ef það telur að merki séu ekki staðsett í samræmi við lýsingu en alls ekki að fólk færi merkin úr stað.

Nú er veðrið búið að vera svo gott í sumar að mörgum bregður við í rigningunni. Ég var á gangi í Hrútagjá og við Markhelluhól á laugardaginn í grenjandi rigningu og vindi og það var alveg dásamlegt! Það var ágrynni af berjum, mest krækiberjum en einnig mikið af stórum bláberjum. Takið endilega með ykkur ílát og tínur ef þið sækist eftir krækiberjunum sem mér finnst reyndar bestu berin og best ef þau eru borðuð á staðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir ánægjulegan ratleik 2008 sem ég var að ljúka. Frábært Hafnfirskt framtak í mörg ár, en sakna þess að engin frétt er á heimasíðu Hafnafjarðabæjar um ratleikinn á afmælisárinu.

Sigurður Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband