6 Kaldárselshellar - fjárhellar Kaldársels

Kaldárselsfjárhellar eru skammt vestan Kaldárselsvegar þar sem hann beygir til vesturs áleiðis að Borgarstandi. Um er að ræða a.m.k. þrjá slíka hella með ummerkjum sem og leifar þriggja húsa. Ummerki eru og eftir heykuml, miðsvæðis, og í nyrsta fjárskjólinu er hlaðinn miðgarður. Syðsta fjárskjólið er stærst og aðgengilegast. Opið hafði fallið saman en göngufólk FERLIRs gerði inngönguna aðgengilega að nýju árið 2007.
Árin 1906-1908 fékk Kristmundur Þorláksson Kaldársel til afnota, síðar stórbóndi í Stakkavík. Hann kom upp smáheyhlöðu í Kaldárseli fyrir 50 kindur með því að byggja yfir hina gömlu baðstofutótt, sem þá stóð enn ófallinn. Þá byggði hann þar lambahús. Kristmundur lá við í Hafnarfirði, en fór fótgangandi um veturinn beitarhúsaveginn í Kaldársel í myrkri kvölds og morgna. Ærnar hafði hann við þessa gömlu hella. Lömbin voru í húsi, en músin vildi leggjast á þau. Kristmundur flutti loks fé sitt í Hvassahraun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband