Ratleikurinn vinsæll

blaber0807Greinilegt er að ratleikurinn nýtur mikilla vinsælda enda hefur veðurfar verið með afbrigðum gott í sumar fyrir útiveru. Öll merki eiga að vera á sínum stað, nýtt merki var sett í Óttarstaðaborgina í gærkvöldi en þar hafði merkið verið ítrekað fjarlægt.

Það er gaman að heyra að fólk notar mismunandi atferðir við leit að merkjunum en engu skiptir hvernig fólk fer að, mikilvægast er að fólk gangi í bæjarlandinu og kynnist þeim ævintýraheim sem þar leynist. Nú er berjaspretta góð víða hægt að finna bæði krækiber og bláber og sumsstaðar eru berin orðin stór og safarík og gott að svala sér á safaríkjum berjum í gönguferðinni.

Enn er nægur tími til stefnu, hægt er að skila inn lausnum til 21. september og þátttakendur eru eindregið hvattir til að skila inn lausnum og vera með í úrdrætti um vegleg verðlaun.

kraekiber0807Eins eru þátttakendur hvattir til að tjá skoðanir sínar á ratleiknum og umhverfinu hér á síðunni. Það má gera við athugasemdir við bloggfærslur eða með skráningu í gestabókina. Ath. bloggkerfið sýnir ekki hér til vinstri nýjustu athugasemdir ef bloggfærslan sem skráð er við er eldri en 20 daga. Athugasemdir og ábendingar við ákveðin númer skráist við viðkomandi bloggfærslu en til að skoða athugasemdirnar þarf að fara í viðkomandi færslur enda færslur við merkin 27 orðnar meira en 28 daga gamlar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Gíslason

prufa

Guðni Gíslason, 14.8.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband