Þrautakóngur
Markraki er óbrennihólmi í Stóra-Bolla- og Tvíbollahrauni. Norðaustast á honum er hornlandamarkavarða á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þaðan liggur markalínan til norðurs um vörðu efst á Húsfelli.
13.6.2016 | 10:57 | Facebook
Markrakagil er gil í Undirhlíðum norðaustan Vatnsskarðs. Um það liggja landamerki Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Áður höfðu mörkin legið um Vatnsskarð frá vörðu efst á Fjallinu eina. Markraki er eitt margra heita á ref.
13.6.2016 | 10:57 | Facebook
Efst á Fjallinu eina er gömul markavarða milli Garðalands og Krýsuvíkur. Síðar var línunni breytt og færð svolítið norðar; dregin frá Markhelluhól í Markrakagil, þannig að fjallið féll þá innan marka Krýsuvíkur.
13.6.2016 | 10:56 | Facebook
Markhelluhóll (einnig nefndur Markhóll í heimildum) er á mörkum Straums, Krýsuvíkur og Óttarsstaða. Á helluna eru klappaðir stafirnir „ÓTTA“, „STR“, „KRYSU“.300
13.6.2016 | 10:56 | Facebook
Klofaklettur er á mörkum Straums og Óttarsstaða. Skv. gömlum heimildum átti að vera klappað á hólinn stafirnir „Ótta.“, „Str.“ og „varða hlaðin hjá“. Ekki er hægt að greina þessa áletrun lengur, en varðan sést enn...
13.6.2016 | 10:55 | Facebook
Um Miðkrosstapa liggja mörk Óttarsstaða og Hvassahrauns. Þangað náðu einnig norðausturmörk Lónakots. Krossstaparnir eru tilkomumikil náttúrusmíð.
13.6.2016 | 10:54 | Facebook
Einn krossstapanna ofan (sunnan) við Lónakotssel er í heimildum nefndur Hraunkrossstapi. Um hann liggja landamerki Lónakots og Óttarsstaða; þ.e. landamerki að sunnan, talið frá Óttarsstöðum; úr Markaviki fyrir innan Grunnfót, þaðan beina línu um stein og...
13.6.2016 | 10:53 (breytt kl. 10:54) | Facebook
Snókalöndin, sem eru tveir grónir óbrennishólmar inni í Brunanum (Nýjahraun/Háabruna), sem nú heitir Kapelluhraun og rann árið 1151. Gömul gata liggur inn í Snókalöndin frá Stórhöfðastíg skammt sunnan Brunabrúnarinnar, milli hlaðins garðs á henni og...
4.6.2015 | 14:10 | Facebook
Óbrinnishólakerið er í Óbrinnishólum - röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu vestan við Undirhlíðar. Þeir tilheyra Krýsuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða. Um fyrra gosið í Óbrinnishólum er lítið vitað eða hvenær...
4.6.2015 | 14:09 (breytt 5.6.2015 kl. 09:58) | Facebook
Gullkistugjá er löng, en aðgengileg, sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um Skúlatúnshraun þar sem hún „deyr út“ áður en kemur að Undirhlíðum. Sprungan er dæmigerð á Reykjanesskaganum, liggur í NA/SV. Séra...
4.6.2015 | 14:08 | Facebook
Megineldgígarnir sem Nýjahraun rann frá árið 1151 voru sitthvoru megin við Krýsuvíkurveginn skammt frá Vatnsskarði, s.n. Rauðhólar. Eldarnir voru hluti af Ögmundarhraunseldgígaröðinni er náði frá strönd Reykjanesskagans í suðri að Helgafelli í norðri....
4.6.2015 | 14:07 (breytt 5.6.2015 kl. 09:58) | Facebook
Berggangar eru sprungufyllingar, aðfærslukerfi bergkviku frá eldstöð upp á yfirborðið. Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Einn slíkur...
4.6.2015 | 13:59 | Facebook
Hrútagjá umleikur Hrútagjárdyngju. Líklega er gjáin í heild u.þ.b. 5 km löng – og hrikaleg á köflum. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hraunið hafi myndast fyrir u.þ.b. 5000 árum. Áður en dyngjan sjálf gaus myndaðist gífurlegur...
4.6.2015 | 13:59 (breytt 5.6.2015 kl. 09:59) | Facebook
Hrútagjárdyngjugosið gaf af sér stærstu hraunmyndunina vestan Hafnarfjarðar. Annað sambærilegt dyngjugos eru Þráinsskjöldur. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu...
4.6.2015 | 13:58 | Facebook
Allt umleikis Hrútagjárdyngju eru mikilfenglegar gjár og sprungur, engu ómerkilegri en gerist á Þingvöllum. Ef gjánni er fylgt má sjá hvar hún klofnar, dregst saman og breiðir úr sér með stórkostlegum bergmyndunum. Viðkomandi er bent á að fara varlega...
4.6.2015 | 13:57 | Facebook
Á Reykjanesskaganum eru þekktir yfir 600 hellar og skjól. Rúmlega fjórðungur þeirra með einhverjum mannvistarleifum, enda hafa náttúrulegir skútar og skjól jafnan verið notuð undir fé eða annað frá upphafi byggðar hér á landi. Einnig má finna í hellum...
4.6.2015 | 13:56 (breytt 5.6.2015 kl. 09:59) | Facebook
Í Þorbjarnarstaðatjörninni er fallega steinhlaðin mosagróin bryggja, í tjörninni skammt norðvestan við Alfaraleiðina. Framan við hana má á fjöru sjá steinhlaðinn brunn þar sem hreint vatn streymir upp úr hrauninu á fjöru. Staðurinn er táknrænn fyrir það...
22.6.2014 | 23:09 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook
Sunnan Óttarsstaða er stór klofaklettur, Hádegishæð frá vestari bænum. Óttarsstaðaselstígurinn liggur skammt austan við klettinn. Í klofanum hefur verið lagður flóraður stígur. Ofar í klofanum eru gamlar hleðslur. Auk þess má í honum sjá hinn dæmigerða...
22.6.2014 | 23:09 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook
Skammt vestan Lónakots er fjárskjól í skúta með hleðslu þar sem raftað hafði verið yfir. Fjárskjólið er eitt af sjö slíkum þekktum umhverfis Lónakot. Líklega er þetta fjárskjól það, sem nefnt er “Hausthellir” í gömlum heimildum. Búið var í...
22.6.2014 | 23:09 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook
“Þar sem Alfaraleið og Lónakotsstígur mætast má sjá tvær vörður”, segir í örnefnalýsingu. Reyndar eru vörðurnar þrjár talsins, sem er bara eðlilegt. Ein varðan er við Alfaraleiðina og hinar tvær við gatnamótin. Þannig voru þau merkt fyrrum....
22.6.2014 | 23:08 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook
Við sérhvert sel er selsvarða. Ofan við Lónakostssel er varða há og myndarleg varða (augljós) á Skorás. Lónakotsstígur liggur að selinu. Skammt vestan Lónakotssels er fjárskjól og stekkur í verulegu jarðfalli. Í Lónakotsseli eru ummerki þriggja...
22.6.2014 | 23:07 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook
Þegar komið er upp frá Urðarási (Mið-Krossstapa) úr norðri er ekki erfitt að rekast á slóða í gegnum hæfilega úfið hraunið og upp á Skógarnefið. Fremst á því, við sæmilega gróinn hól, með litla vörðu að sjá má finna merkið. Á leiðinni til baka má sjá...
22.6.2014 | 23:06 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook
Sauðabrekkugígar eru falleg gígaröð með fallegum hraunmyndunum. Þar má finna lítið skjól með flóruðu gólfi og glugga með hellu fyrir og litlum þakglugga. Þar er merkið. Á svæðinu eru stórar og djúpar gjár, m.a. Sauðabrekkugjá. Skjólið hefur að öllum...
22.6.2014 | 23:05 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook
Innan við Stóra-Skógarhvamm (Stóra-Hríshvamm) í Undirhlíðum er Stóra-Skógargil, mikil hvelfing. Þar hafa hrafnar gert sér laup um langt skeið, nú síðast í vor. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar plantaði trjánum á árunum 1958 til 1964 með aðstoð drengja úr...
22.6.2014 | 22:48 (breytt 24.6.2014 kl. 13:20) | Facebook
«
Fyrri síða