Jóhann Ingibergsson þrautakóngur 2012

Metþáttaka var á uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar ídag er 65 manns mættu í Gúttó og þáðu konfekt og piparkökur. Guðni Gíslason umsjónarmaður leiksins bauð gesti velkomna og þakkaði þáttökuna. Í kynningu kom fram að 143 höfðu skilað inn lausnum, örlítið færri en í fyrra en 71 skiluðu inn öllum lausnum sem er metþáttaka. Sýndi hann fram á með útreikningi að áætla megi að ratleiksstaðirnir hafi verið heimsóttir um 4.000 sinnum! Er þá fjöldi þátttakenda margfaldaður með fjölda staða í hverjum flokki og örlítið bætt við þar sem margir höfðu farðið á heldur fleiri staði og gestir voru oft með í för sem ekki skiluðu.

Þetta var í 15 sinn sem leikurinn var haldinn og í ár voru hellar og skútar þema leiksins sem mæltist vel fyrir. Sýndar voru myndir úr hellum í leiknum og að lokinni verðlaunaafhendingu var góð umræða um leikinn. Það sem sumum fannst erfitt fannst öðrum létt. Nokkrar hugmyndir komu fram um þemu næsta árs og ábending um innanbæjarleik að auki. Stór hluti gesta hafði tekið þátt í leiknum áður og ein hafði 12 sinn tekið þátt í leiknum. Ómari Smára Ármannssyni eru þökkuð óeigingjörn aðstoð við val á hellum og skrif um þá og öðrum þeim sem gerðu leikinn mögulegan.

Dregið var úr innsendum lausnum og vinningshafar voru eftirfarandi:

Ratleikur2012_hopur 

Þrautakóngur

1. verðlaun:

Jóhann Ingibergsson, Blikahjalla 1, Kópavogi
- Árskort í Hress

2. verðlaun:

Birgir Einarsson, Gnitaheiði 10a, Kópavogi
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar

3. verðlaun:

Guðmundur Þórarinsson, Erluási 52
- göngustafir og göngusokkar frá Músik & sport

Göngugarpur

1. verðlaun:

Birgitta Birgisdóttir, Þrastarási 44
- Scarpa nangpa-la gönguskór frá Fjallakofanum

2. verðlaun:

Baldvin Hermannsson, Sævangi 47
-15 þús. kr. gjafabréf frá Altís

3. verðlaun:

Úlfar Kristinsson, Fálkahrauni 2
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar

Léttfeti

1. verðlaun:

Sigrún Helga Baldursdóttir, Strandgötu 4
- 6 mánaða kort í Hress

2. verðlaun: 

Smári Ólafsson, Smyrlahrauni 4
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar.

3. verðlaun:

uðmundur Fylkisson, Reykjavíkurvegi 27
- 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar 

 

Útdráttarverðlaun

 Sigurður G. Gunnarsson, Breiðvangi 54
- Göngustafir og sokkar frá Músik & sport

Hafdís Valdimarsdóttir, Norðurvangi 2
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Haraldur Ögmundsson, Þrastarási 44
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Sigrún E. Lárusdóttir, Þrastarlundi 8, Garðabæ
- Hundrað, myndabók frá Hafnarfjarðarbæ

Dagný Þorgeirsdóttir, Álfabergi 6
- 3ja rétta kvöldverður fyrir 2 í Fjörukránni

Katrín Haraldsdóttir, Vörðubergi 14
- 3ja rétta kvöldverður fyrir 2 í Fjörukránni 


Verðlaunaafhending 7. nóvember

Verðlaunaafhending Ratleiks Hafnarfjarðar verður í Gúttó, Suðurgötu 7, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 18.
Afhent verða verðlaun fyrir, Léttfeta, Göngugarp og Þrautakóng.
Að auki verða dregin út aukaverðlaun úr innsendum lausnum þeirra sem verða viðstaddir.
Þátttakendur í ratleiknum eru allir velkomnir.

Munið Facebook síðu leiksins, www.facebook.com/ratleikur


Ratleikurinn hefst fimmtudaginn 14. júní kl. 17 í Hellisgerði

Ratleikur 2012-0607-063 vef

Ratleikurinn fer formlega af stað á fimmtudag kl. 17 þegar fyrstu kortin verða afhent í Hellisgerði - hvar annars staðar - við gosbrunninn.

Munið að í ár er næstum nauðsynlegt að hafa vasaljós með sér!!


Hellar og skútar er þema leiksins 2012

Hrauntunguhellir

Nú hafa öll ratleiksmerkin verið lögð út fyrir Ratleik Hafnarfjarðar 2012. Öll eru þau í hellum eða skútum og því mikilvægt að þátttakendur taki með sér vasaljós. Merkin eru aldrei langt inni í hellunum og því ættu þeir sem smeykir eru í hellum ekki að vera í neinum vandræðum. Munið að ganga vel um hella og ALDREI má taka eða brjóta úr hellum. Hreyfið aldrei við ratleiksmerkjunum.

Kortið er nú á leið í prentun og leikurinn hefst formlega föstudaginn 15. júní.

Aðalstyrktaraðili er Rio Tinto Alcan eins og undanfarin tvö ár en fjölmörg fyrirtæki styðja við leikinn m.a. með því að leggja til vinninga.

Sem fyrr er það Hönnunarhúsið ehf. sem sér um útgáfu leiksins fyrir Hafnarfjarðarbæ og Guðni Gíslason lagði leikinn en Ómar Smári Ármannsson skrifaði fróðleik um hellana/skútana.


1 Skátahellir - nyrðri - í Urriðavatnshrauni

Um er að ræða „lítinn skúta með fallegum hellismunna“, eins og segir í stórvirkinu „Íslenskir hellar“. Merki Ratleiksins er við opið, en frekari landvinningar verður að vera undir hverjum og einum komið. Betra er þó að hafa góð ljós meðferðis og fara varlega.

2 Skátahellir - syðri - í Urriðavatnshrauni

Skátahellir syðri er hraunrás er tekið hefur við nokkru af hraunrennsli hrauntraðar (Selgjá) Búrfellshrauns til norðurs. Hleðslur eru fyrir hellismunnanum sem næstur er hrauntröðinni. Heildarlengd hellisins er 237 metrar og dýptin er um 11 metrar. Hellirinn er víða manngengur og í honum áhugaverðar hraunmyndanir.

3 Suðurhellir - fjárhellir í Urriðavatnshrauni

Suðurhellir er fjárskjól í grónu jarðfalli. Óljósar hleðslur eru við munnann. Skammt austar eru hleðslur við op Norðurhellis, einnig nefndur Þorsteinshellir í heimildum. Opið er á gangi niður í tvískiptan helli. Gangurinn er hlaðinn. Vinstra megin eru fjárhellir og er hægt að fara í gegnum þá og upp vestar. Hægra megin er nokkurs konar viðverustaður. Norðaustar er enn eitt fjárskjólið í helli yst í Selgjá (Norðurhellragjá), Norðurhellragjárhellir. Í gjánni eru gamlar selstöðuminjar frá 11 bæjum í Garðahverfi.

4 Selgjárhellir-syðri - fjárhellir

Í Selgjá eru tvö fjárskjól; Selgjárhellir syðri og Selgjárhellir nyrðri. Í báðum hellunum eru hleðslur og framan við þá eru minjar eftir selstöður. Selfarir tíðkuðust frá landnámi fram til loka 19. aldar. Í Selgjánni eru ummerki eftir fjársel. Fé var að jafnaði haft í selinu 10 vikur árlega, frá 6. – 16. viku sumars.
Á Reykjanesskaganum má enn sjá leifar a.m.k. 290 selstöðva af ólíkum gerðum og frá ýmsum tímum. Í þeim eru venjulega hús með þremur rýmum; baðstofa, búr og eldhús, stekkur, varða, stígur, kví og vatnsból.

5 Ketshellir í Sléttuhlíð

Um er að ræða fjárskjól í fyrrum selstöðu Setbergs (að norðanverðu) og Hamarskots. Hann er opinn í báða enda með fyrirhleðslum og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir skv. Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín 1703. Hleðsla er í miðjum hellinum. Mun áður fyrr hafa náð upp í loft, en nú er efri hluti hennar fallin að stórum hluta. Skammt ofar, við gömlu Selvogsgötuna, er Kershellir. Inn af honum er svo Hvatshellir.

6 Kaldárselshellar - fjárhellar Kaldársels

Kaldárselsfjárhellar eru skammt vestan Kaldárselsvegar þar sem hann beygir til vesturs áleiðis að Borgarstandi. Um er að ræða a.m.k. þrjá slíka hella með ummerkjum sem og leifar þriggja húsa. Ummerki eru og eftir heykuml, miðsvæðis, og í nyrsta fjárskjólinu er hlaðinn miðgarður. Syðsta fjárskjólið er stærst og aðgengilegast. Opið hafði fallið saman en göngufólk FERLIRs gerði inngönguna aðgengilega að nýju árið 2007.
Árin 1906-1908 fékk Kristmundur Þorláksson Kaldársel til afnota, síðar stórbóndi í Stakkavík. Hann kom upp smáheyhlöðu í Kaldárseli fyrir 50 kindur með því að byggja yfir hina gömlu baðstofutótt, sem þá stóð enn ófallinn. Þá byggði hann þar lambahús. Kristmundur lá við í Hafnarfirði, en fór fótgangandi um veturinn beitarhúsaveginn í Kaldársel í myrkri kvölds og morgna. Ærnar hafði hann við þessa gömlu hella. Lömbin voru í húsi, en músin vildi leggjast á þau. Kristmundur flutti loks fé sitt í Hvassahraun.

7 Kaðalhellir við Kaldársel

Kaðalhellir er skammt norðvestan við Kaldársel. Börnin í sumarbúðum KFUM og-K leika sér jafnan í hellinum. Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir Gjárnar. Kaðalhellir er að hluta til bæði opin og lokuð hraunrás og að hluta til sprunga í hraunjaðrinum. Hann er tvískiptur. Efri hlutinn er á tveimur hæðum. Til að komast upp í efri hluta rásarinnar þarf aðstoð kaðals.
Hún nær spölkorn inn undir hraunið, en mesta rýmið er fremst. Neðri hluti rásarinnar er greinilega safnþró frá efri hlutanum. Skammt vestan við rásina er hægt að fara niður um sprungu. Þá er komið niður í helli, að jafnaði með jökulgólfi allan ársins hring. Vatnsdropar úr loftinu hafa holað klakann og mynda sérstakt mynstur.


8 Níutíumetrahellir við Helgadal

Níutíumetrahellir er við gönguleiðina frá Kaldárseli (bílastæðinu við Kaldá/vatnsverndargirðinguna) til norðausturs áleiðis að Helgadal. Þótt opið gefi ekki til kynna að þarna sé langur hellir er hann nú samt sem áður eins langur og nafnið gefur til kynna. Fyrst er komið niður í nokkurs konar lágan forsal, sem þrengist síðan smám saman uns fara þarf niður á fjóra fætur. Mold er á botninum svo auðvelt er að feta sig áfram inn eftir hellinum.
Eftir spölkorn víkkar hann á ný, en þó aldrei verulega. Svo virðist sem hellirinn beygi í áttina að Lambagjá (friðlýst), sem er þarna norðvestan við opið. Sennilega er þessi rás ein af nokkrum, sem runnið hafa í gjána á sínum tíma og myndað þá miklu hraunelfur er runnið hefur niður hana til norðvesturs og síðan áfram til vesturs í átt að Kaldárseli.

9 Fosshellir í Helgadal

Fosshellir er innan við jarðfall í sömu hraunrás og Rauðshellir og Hundrað -metrahellir milli Helgadals og Búrfellsgýgs, spölkorn ofar (austar).
Um tíma var Rauðshellir nefndur Pólverjahellir, að sögn eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldist um tíma í Hafnarfjarðarhöfn, en fengu ekki inni í bænum. Nafnið mun hinsvegar vera komið vegna þess að börnin í Pólunum í Reykjavík fóru þangað í sumarferðir og höfðu gaman af.
Önnur heimfærð sögn um tilurð nafnsins er sú að skipshöfn af pólsku skipi í Hafnarfirði hafi gist í hellinum vegna þess að enga slíka var þá að fá í Hafnarfirði. Það ku vera tómur tilbúningur.


10 Rauðshellir í Helgadal

Rauðshellir er vestasti hluti sömu rásar og Fosshellir og 100 m hellir í Helgadal. Hann dregur nafn sitt af lit þeim er einkennir hellinn. Fyrir munnanum eru hleðslur í grónu jarðfalli. Ummerki eru þar eftir selstöðu. Stekkurinn er skammt norðar. Hellir þessi hefur einnig verið nefndur Pólverjahellir. Það nafn er tilkomið vegna þess að fyrrum fóru börnin í Pólunum í Reykjavík í árlega ferð í Helgadal, þ.á.m. í hellinn. Önnur sögn er sú að áhöfn af pólsku skipi í Hafnarfjarðarhöfn hafi gist í hellinum eftir að hafa verið hafnað um gistingu í Hafnarfirði, en sú sögn mun ekki eiga við rök að styðjast.

11 Efri-hellar (-hellrar) - fjárhellar

Efri-Hellar (hellrar) voru fjárskjól frá Þorbjarnarstöðum. Önnur nálæg fjárskjól (í norðvestur og nær bænum) voru Neðri-Hellar (hellrar). Efri-Hellar eru skammt vestan hraunjarðar Brunans (Kapelluhrauns), í annars grónu Hrútagjárdyngjuhrauninu. Skammt suðaustar eru áberandi hraunstandar í jaðrinum, annar meira áberandi en hinn.
Hann var fyrrum nefndur „Hellan“ eða „Gráhella“. Suðvestan við Efri-Hella er áberandi varða við svonefndan Rauðshelli (skjól). Vestan við fjárhellinn eru Selhraunin þrjú, sem heimamenn nefndu gjarnan einu nafni Gráhelluhraun.

12 Kolbeinshæðaskjól ofan Þorbjarnarstaða

Í suðvestur frá Efri-hellrum, uppi á hrauninu er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð (stundum nefnd Kolbeinshæðir), og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson, örnefnasafnari, segir, að hún sé kölluð Kvíin.

13 Hrauntunguhellir

Hrauntunguhellir er annar tveggja hella í Hrauntungum. Þær nefnast svo vegna tveggja hrauntungna inn á Hrútagjárdyngjuhraunið til vesturs út frá hinu mikla Brunahrauni (Kapelluhrauni). Inni í Tungunum norðanverðum er fyrirhleðsla fyrir skúta sunnan í aflöngum hraunhól. Erfitt er að koma auga á hlaðið opið vegna þess að birkihríslur hylja það að mestu. Áberandi varða er þó á hólnum ofan við opið. Skjól þetta var smalaskjól.
Syðst í Hrauntungunum er einnig Hellishóll. Í honum er fjárskjól með fyrirhleðslu; Hellishólshellir og Hellishólsskjól.

14 Sjónarhólshellir (Óttarsstaðafjárhellir)

Landamerki Lónakots og Óttarsstaða liggur frá sjó suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður. Skammt austur af Sjónarhól er stór hæð, sem er kölluð Vatnsstæðishæð. Rétt norður af Sjónarhól eru tvær háar vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð. Ekki er vitað, hvernig á Ingveldarnafninu stendur.

15 Sigurðarskúti í Sigurðarhæð

Sigurðarskúti er í Sigurðarhæð milli Óttarsstaða og Straums; Óttarsstaðamegin við mörkin. Í örnefnalýsingu segir; „Fyrir austan túnið á Óttarsstöðum er Kotabót, og við bótina austanverða heitir Kothella. Upp af bótinni er svo Sigurðarhellir, og upp af honum er á götunni svonefnt Eystraklif. Heldur vestan Eystraklifs er annað klif, sem heitir Kúaklif. Vestan þess er Miðmundahæð.
Þarna var Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili um tíma (nú brunnið til grunna). Suður af þessu er klapparhæð, er nefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla er við skútann (sem hefur verið reftur) og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.“ Sunnan við fyrirhleðsluna má sjá leifar af ferhyrndu gerði og jafnvel öðrum mannvistarleifum í nágrenninu.

16 Grændalaskúti (-hellir) / (Loftsskúti)

Grændalir (Grendalir) eru austur af Virkishólum (ofan Reykjanesbrautar sunnan bílastæðisins við gatnamótin að Hvassahrauni. Á einum hraunhólnum er varða, sem heitir Grændalavarða og við þennan hól sunnanverðan, í jarðfalli, er fjárskjól með hleðslum sem heitir Grændalahellir eða Loftsskúti og snýr op þess í suðurátt. Þetta var fjárskjól frá Hvassahraunsbæjunum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband