Þrautakóngur

19. Helgafell

Helgafell. Gatið í vestanverðu Helgafelli er til komið vegna ágangs vatns og vinda í kjölfar yfirgangs ísaldarjökulsins. Merkið er við kletta ofan við „gatið“. Fara þarf þarna varlega á þessum slóðum. Merkið er við klett ofan við...

20. Ker

Kerið er dæmigert sem einn af hinum fjölmörgu gígum á sprungurein er varð til í afgerandi eldgosinu árið 1151. Sprungureinin náði allt frá suðurströnd Reykjanesskagans, þar sem elsta frumbyggjabyggð landsins laut undir hraun, á um 25 km langri gossprungu...

21. Fjallgjá

Fjallsgjá er dæmigert dæmi um gliðnun jarðskorpunnar. Slíka gliðnun má sjá víða í gömlum hraunum á Skaganum. Hún er einkar greinilegust á Vogaheiðinni. Merkið er við háan gjábarm.

22. Fjallið eina

„Fjallið eina“ er í landamerkjalínu milli Krýsuvíkurlands og fyrrum Garðalands, annars vegar Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Það þykir þó öllu merkilegra vegna bergstapans ofanverðan. Við gos undir jökli fyrrum jökulskeiðs náði goshrinan endrum...

23. Sauðabrekkur

Sauðabrekkur. Meginhluti Almennings er hraun úr Hrútagjárdyngju. Þó má sjá yngri hraun þar inni á milli, s.s. hraun úr gígum Sauðabrekkugjár. Hraunið hefur verið þunnfljótandi og líklega tekið fljótt af. Meginhluti hraunsins er, líkt og gígarnir, norðan...

24. Sauðabrekkugjá

Sauðabrekkugjá. Hrauntungustígurinn er ein af hinum gömlu þjóðleiðum millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Markmiðið var að eftir þessa ferð lægi ljóst fyrir hvar „meginleið“ Hrauntungustígsins hafi legið fyrrum. Sem fyrr sagði var...

25. Draughólshraun

Draughólshraun er dæmigert apalhraun. Apalhraun er skilgreint sem úfið hraun er verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri, ísúrri eða súrri kviku. Apalhraun er myndast þar sem seigfljótandi kvika flæðir í opnum rásum (hrauntröðum). Þar...

26. Óttarsstaðaselsrétt

Óttarsstaðselsrétt – nátthagi. Í seljum fyrrum, er lögðust af hér á Reykjanesskaganum í kringum 1870, var magvíslegur húsakostur, auk meðfylgjandi nytjastaða, s.s. vatnsból, fjárskjól, stekki o.m.fl. Nátthagahleðslurnar ofan við Óttarsstaðasel...

27. Urðarás

Urðarás er merkilegt jarðfræðifyrirbæri. Um er að ræða svonefndan „brothring“. Hraunið hefur fallið niður á nokkrum kafla eftir að neðanjarðarhrauná, sennilegast úr Hrútagjárdyngju, hefur stíflast og glóandi hraunkvikan með þrýstingi sprengt...

18 - Stígamót

Við Alfaraleiðina milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi þó hann sé ekki stór. Við hann sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Við hólinn liggur...

19 - Gvendarbrunnshæðarskjól

Gvendarbrunnshæðarskjól er fjár­skjól í Óttarsstaðalandi. Það er með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við Alfaraleiðina. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing,...

20 - Sveinshellir

Sveinshellir er fjárhellir með fyrirhleðslum í yfir­borðsæð í gróinni jarðlægð vestan við Óttarsstaðaselstíginn (Rauða­melsstíginn-/Skógargötuna) milli Bekkja og Meitla áleiðis upp í Óttarsstaðasel. Áberandi kennileiti er varða, Sveinsvarða, við opið....

21 - Fjallgrensvarða

Norðan við Litlu-Sauðabrekku og Sauða­brekku­gíga er áberandi landamerkjavarða á mörkum Straumslands og Óttarsstaðalands, sem nefnist Fjallgrensvarða og skiptir hinum mosavöxnu Fjallgrensbölum á milli jarðanna, en þar voru áður grösugir hagar. Ofan...

22 - Tobbuklettur

Kletturinn hefur nafnið Bögguklettur. Klofinn er um 100 metra langur og allbreiður. Hann hefur staðið þarna nokkuð hár fyrrum, en slétta helluhraunið umhverfis hefur síðan runnið allt um kring og í gegnum klofann. Á leið sinni hefur það smurt...

23 - Tobburétt austari

Við Straumsselsstíg er Tobburétt austari (Litla Tobburétt) í Tobbuklettum. Fyrirhleðsla er í stórri hraun­sprungu, en ef vel er að gáð má sjá að hlaðinn bogadreginn veggur hefur verið framan við hana. Hann hefur verið leiðigarður fyrir fé, sem rekið var...

24 - Straumsselshellar nyrðri

Í Nyrðri/neðri-Straumsselshellum eru fallegar hleðslur fyrir þremur opum þeirra. Þeir eru frekar lágir innvortis, en í þeim má sjá stuttar hleðslur út frá veggjum. Skammt norðan hellanna er hið ágætasta vatnsstæði.

25 - Straumsselshellar syðri

Guðmundur Guðmundsson sem keypti jörðina Straum af Páli Árnasyni setti byggð í Straumsseli 1849, en hafði þá búið þar í tvö ár. Fyrsta árið bjó hann í selinu ásamt föður sínum, Guðmundi Bjarnasyni, sem var oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann skyldi...

26 - Gamla þúfa

Svo nefnist hæsta hæðin í Almenningi, ágætt kennileiti. Um er að ræða gróna þúfu efst á þversprungnum hraunkletti í u.þ.b. 110 m hæð yfir sjó. Hún sést vel frá Straumsseli og áður fyrr var hún þekkt kennileiti á Straumsselsstíg áleiðis að Fjallinu eina....

27 - Hrútagjárdyngja

Hrútagjá umlykur Hrútagjárdyngju. Líklega er gjáin í heild u.þ.b. 5 km löng – og hrikaleg á köflum. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hraunið hafi myndast fyrir u.þ.b. 5000 árum. Áður en dyngjan sjálf gaus myndaðist gífurlegur...

19. Straumssel

Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanesskaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar og vel greinilegar...

21. Nátthagi

Nátthaginn skammt suðaustan við Óttarsstaðaselstóftinar er einn sá myndarlegasti á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu; vandlega hlaðnir veggir er umlykja skjólgott jarðfall.

21. Þorbjarnarstaðaborg

Þessa stóru og heillegu fjárborg hlóðu börn hjónanna frá Þorbjarnastöðum í Hraunum um aldarmótin 1900. Borgin er fallega innhlaðinn að ofan, hringlaga með leiðigörðum út frá dyrum til suðausturs. Inni í borginni er hár beinhlaðinn veggur. Líklegt má...

22. Gjárop

Gjárop í hraunbrún: Margar djúpar gjár og misgengissprungur er að finna í Hrútagjárdyngjuhrauni. Þar á meðal er sprungurein sem er spölkorn norðvestan við Fjallið eina en meðfram henni lá áður ein af mörgum leiðum um Almenninginn. Gjáin virkar eins og...

23. Efri-Straumsselshellar

Guðmundur Guðmundsson sem keypti jörðina Straum af Páli Árnasyni setti byggð í Straumsseli 1849, en hafði þá búið þar í tvö ár. Fyrsta árið bjó hann í selinu ásamt föður sínum, Guðmundi Bjarnasyni, sem var oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann skyldi...

24. Sauðabrekkuskjól

Sauðabrekkugígar eru falleg gígaröð með fallegum hraunmyndunum. Þar má finna lítið skjól með flóruðu gólfi og glugga með hellu fyrir og litlum þakglugga. Þar er merkið. Á svæðinu eru stórar og djúpar gjár, m.a. Sauðabrekkugjá. Skjólið hefur að öllum...

25. Húshellir

Húshellir opnast í grunnu jarðfalli ofarlega í Hrútagjárdyngjuhrauni. Um er að ræða rúmgóða hraunbólu í annars lokaðri rás. Þegar inn er komið má sjá hlaðið hús, sem hellirinn dregur nafn sitt af. Til beggja hliða eru rásir er lokast. Í þeirri til...

26. Búðarvatnsstæði

Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjárveikigirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli...

27. Urðarás

Urðarás varð væntanlega til þegar neðanjarðar hraunrás stíflaðist og braut sér leið upp á yfirborðið vegna ógnarþrýstings. Þegar rásin tæmdist féll þakið niður í rásina og myndaði brothring með grjóturð. Oft eru stórir hellar tengdir slíkum...

19 Sjónarhóll

Sjónarhóll (Stóri Grænhóll) á mörkum Lónakots og Óttarsstaða er stór og gróinn. Landamerki milli Óttar­staða og Lónakots – byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá...

20 Húsfell

Húsfell er hæst 287 m.y.s. Um það liggja mörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Frá því liggur línan áfram til norðurs um vörðu á Kolhól og áfram til norðurs um vörðu skammt ofan við Arnabæli á Hjöllum.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband