Ratleikurinn 2019 er hafinn
12.6.2019 | 14:26
Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 22. sinn.
Þema leiksins í ár er jarðmyndanir Fjölmargt hefur áhrif á útlit landsins og áhrifavaldarnir geta verið eldgos, jarðhræringar, veður og vatn en leikurinn leiðir að ýmsum áhugaverðum stöðjm.
Markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.
Guðni Gíslason leggur leikinn í 12. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.
Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Oriog, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Ban Kúnn, Landsnet, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Fjarðarkaup og Ferlir.is
Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum:
- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- bensínstöðvum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!
Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2019 bæði á Facebook og Instagram.
Ratleikur Hafnarfjarðar 2018 hafinn!
19.6.2018 | 18:56
Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 21. sinn.
Þema leiksins í ár er þjóðleiðir sem fólk og dýr hafa markað í aldanna rás. Gróður og minni umferð valda því nú að margar þeirra eru að hverfa svo mikilvægt er að halda þeim við, ganga og merkja.
Þjóðleiðirnar leiða þátttaendur á ýmsa staði og því er líklegt að fólk upplifi mun meira en þá staði sem merkin eru á.
Markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.
Guðni Gíslason leggur leikinn í 11. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem hefur umsjón með útgáfunni í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.
Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Oriog, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Landsnet, Gaman ferðir, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Fjarðarkaup og Ferlir.is
Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum:
- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- bensínstöðvum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!
Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2018# bæði á Facebook og Instagram.
Ratleikur | Breytt 22.6.2018 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20. Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn
21.6.2017 | 11:10
Tuttugasti Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn.
Í tilefni tímamótanna er þemað Brot af því besta, valdir staðir úr öðrum leikjum auk viðbótar.
Munið að það er ávallt eitthvað meira spennandi nálægt ratleiksstöðunum enda markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar.
Guðni Gíslason leggur leikinn í 10. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem hefur umsjón með útgáfunni í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.
Aðalstyrktaraðili leiksins er VHE ehf. en meðal annarra styrktaraðila eru: Hafnarfjarðarbær, Hafnarfjarðarhöfn, Altis, Landsnet, Gaman ferðir, Gámaþjónustan, Gróðrarstöðin Þöll, Fjarðarfréttir, Músik og sport, Von mathús, Fjörukráin, Burger-inn, Hafís, Fjarðarkaup og Ferlir.is
Nálgast má kortin á eftirfarandi stöðum:
- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- Ásvöllum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Burgerinn
og jafnvel víðar!
Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið #Ratleikur2017# bæði á Facebook og Instagram
Finnið okkur á Facebook: www.facebook.com/ratleikur
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20. Ratleikur Hafnarfjarðar alveg að hefjast
18.6.2017 | 23:10
Búið er að prenta nýja Ratleikskortið og beðið eftir að fá kortin úr bókbandi. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að 20. Ratleikur Hafnarfjarðar hefjist.
Fylgist með!
Ferðalög | Breytt 21.6.2017 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikskortin komin í dreifingu - Frítt ratleikskort
15.6.2016 | 16:35
Ratleikur Hafnarfjarðar 2016 er hafinn og má nálgast kortin á eftirfarandi stöðum:
- Ráðhúsi Hafnarfjarðar
- Bókasafni Hafnarfjarðar
- Fjarðarkaupum
- Suðurbæjarlaug
- Ásvallalaug
- Ásvöllum
- Músik og sport
- Fjallakofanum
- Altis
- Hress
- Burgerinn
og jafnvel víðar!
Góða skemmtun og munið að deila upplifun ykkar úr leiknum (ekki birta lausnarorðin) Notið myllumerkið ‪#ratleikur2016‬ bæði á Facebook og Instagram
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikur Hafnarfjarðar 2016 hefst í vikunni
13.6.2016 | 11:34
Nú er komið að 19. Ratleik Hafnarfjarðar. Kortin eru í prentun og verður dreift á fimmtudag auk þess sem umsjónarmaður verður með kort í bakpoka í miðbænum 17. júní.
Leikurinn stendur til 25. september en þemað í ár er landamerki og eyktarmörk. Leiðr leikurinn fólk vítt og breytt um bæjarlandið og út fyrir það. Sum merkjanna eru í bænum eða mjög skammt frá þeim en lengra er í önnur.
Að venju er minnt á drengilega keppni. Þeir sem skila inn þurfa að sjálfsögðu að hafa farið á viðkomandi staði og öll "lán" á númerum jafngildir svindli í leiknum.
Ekki gleyma að njóta leiðarinnar að merkjunum og gefið ykkur góðan tíma við þau og umhverfi þeirra. Sem fyrr er ekki heimilt að hreyfa við merkjunum eða að birta myndir af þeim þar sem lausnarorðin sjást.
Berið gjarnan út boðskapinn, deilið út þessum pósti og hvetjið fólk til að smella á LIKE á Facebook síðu Ratleiksins www.facebook.com/ratleiku
Ratleikur | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit í Ratleik Hafnarfjarðar 2015
30.10.2015 | 21:54
Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar var haldin í gær.
Þátttaka var mjög góð í ár og 154 af þeim sem tóku þátt skiluðu inn úrlausnum sínum í von um vinning. Eru það um 30% fleiri en í fyrra. Alls fóru 86 á alla staðina 27 sem er heil 60% aukning frá því í fyrra. 39 fóru á a.m.k. 18 staði og 29 fóru á a.m.k. 9 staði. Fjölmargir skila ekki inn úrlausnum og algengt er að "gestir" komi með í einstaka ferðir. Með það í huga má gera ráð fyrir því að ratleiksstaðirnir hafi verið heimsóttir hátt í FIMM ÞÚSUND sinnum!!
Þannig nær leikurinn svo vel tilgangi sínum svo vel að fá bæjarbúa og nágranna til að upplifa náttúruna í bæjarlandinu og hið næsta okkur.
Úrslit:
Þrautakóngur (27 staðir):
1. sæti, Kristbjörg Lilja Jónsdóttir, Vesturvangi 28
- hún fékk árskort í Hress heilsurækt, verðmæti, 71.990,-
2. sæti, Guðný Steina Erlendsdóttir, Hjallabraut 4
- hún fékk 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-
3. sæti, Helga María Hlynsdóttir, Fjörugranda 2, Reykjavík
- Hún fékk göngustafi og sokka frá Músik og sport, verðm. 9.850,-
Göngugarpur (18 staðir):
1. sæti, Sigrún Birna Úlfarsdóttir, Lindarbergi 32
- Scarpa Mojito skór frá Fjallakofanum, verðmæti 24.995,-
2. sæti, Dagný B. Sigurðardóttir, Erluási 52
- 15 þús. kr. gjafabréf frá Altis
3. sæti, Jóhann Gunnarsson, Kelduhvammi 13
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðmæti 14.400,-
Léttfeti (9 staðir):
1. sæti, Þór Sigurðsson, Miðbraut 2, Seltjarnarnesi
- 6 mánaða kort í Hress, heilsurækt, verðm. 46.990,-
2. sæti, Aníta Hnát Jónsdóttir, Berjavöllum 6
- 3 mánaða kort í Hress líkamsrækt, verðm. 26.990,-
3. sæti, Ægir Ellertsson, Birkibergi 16
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-
7 heppnir viðstaddir þáttttakendur voru dregnir út:
Sigrún Eygló Lárusdóttir
- köldverður í Fjörukránni fyrir tvo, verðm. 14.000
Bjartur Fannar Vilhjálmsson
- kvöldverður í Fjörukránni fyrir tvo, verðm. 14.000
Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir
- göngustafir og sokkar frá Músik og sport, verðm. 9.850,-
Agnes Agnarsdóttir
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-
Jóhann Samsonarson
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-
Arnar Freyr Hallgrímsson
- Höfnin, 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarhafnar, verðm. 7.999,-
Adam Breki Birgisson
- 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ, verðm. 14.400,-
Aðalstyrktaraðili leiksins í ár var VHE auk Hafnarfjarðarbæjar. Öllum styrktaraðilum er þakkaður stuðningurinn og þátttakendum fyrir ánægjulegt samstarf. Vonandi sjáumst við í Ratleiknum að ári.
Sjá myndir á https://www.facebook.com/ratleikur
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikurinn hefst í næstu viku
4.6.2015 | 15:44
Ratleikur Hafnarfjarðar 2015 hefst í næstu viku. Búið er að leggja út öll ratleiksmerki og kortið er á leiðinni í prentun. Nánari dagsetning verður gefin upp strax eftir helgi.
Þemað í ár eru hraun- og jarðmyndanir en gríðarlega mörg hraun umlykja bæinn. Við rennsli þeirra, storknun og jarðskorpuhreyfingar hafa myndast fjölskrúðugar jarðmyndanir sem áhugavert er að skoða.
Að þessu sinni er ekki mjög langar gönguleiðir að merkjunum eins og oft hefur verið og auðvitað munu vant ratleiksfólk kannast við einhverja staði. Á hverju ári bætast nýir þátttakendur í hópinn og er það sérstaklega ánægjulegt.
Að venju er minnt á drengilega keppni. Þeir sem skila inn þurfa að sjálfsögðu að hafa farið á viðkomandi staði og öll "lán" á númerum jafngildir svindli í leiknum.
Ekki gleyma að njóta leiðarinnar að merkjunum og gefið ykkur góðan tíma við þau og umhverfi þeirra. Sem fyrr er ekki heimilt að hreyfa við merkjunum eða að birta myndir af þeim þar sem lausnarorðin sjást.
Berið gjarnan út boðskapinn, deilið út þessum pósti og hvetjið fólk til að smella á LIKE á Facebook síðu Ratleiksins www.facebook.com/ratleikur
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikur Hafnarfjarðar 2015 í fullum undirbúningi
25.5.2015 | 00:19
Meginþema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er jarðmyndanir. Minnt er á mikilvægi þess að varðveita merkilegar jarðmyndanir en víða hefur verið farið mjög óvarlega.
Sem fyrr er Ratleikurinn gefinn út af Hönnunarhúsinu ehf. í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og sér Guðni Gíslason um lagningu leiksins og umsjá með honum. Ómar Smári Ármannsson,sem manna best þekkir Reykjanesið og heldur úti hinni merkilegu síðu www.ferlir.is, hefur lagt til punktana og fróðleik um þá. Er honum færðar bestu þakkir fyrir það.
VHE, Vélaverkstæði Hjalta Einarsson, er aðalstyrktaraðili Ratleiksins í ár en fjölmörg fyrirtæki leggja leiknum lið með auglýsingum og með því að gefa vinninga. Er þeim einnig þakkaður stuðningurinn.
Markmið leiksins er að fá Hafnfirðinga og nærsveitamenn til að kynnast upplandi Hafnarfjarðar og nágrenni betur og læra að njót þeirra miklu náttúruminja sem þar er að finna og upplifa hina miklu sögu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikurinn hefst í dag!
24.6.2014 | 14:19
Uppskeruhátíð fimmtudag 31. okt. í Gúttó kl. 18
29.10.2013 | 22:40
Uppskeruhátíð og verðlaunaafhending í Ratleik Hafnarfjarðar 2013 verður á fimmtudaginn kl. 18 í Gúttó, Suðurgötu 7.
Veitt verða verðlaun fyrir Léttfeta, Göngugarp og Þrautakóng.
Sýndar verða myndir, farið verður yfir leikinn og tekið á móti ábendingum.
Allir velkomnir.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikill áhugi fyrir Ratleiknum
10.7.2013 | 23:11
Kortin hafa rokið út og er greinilega mikill áhugi fyrir Ratleiknum í ár. Fólk hefur á orði hvað það verður vart við marga í Ratleiknum er það mjög ánægjulegt. Þátttakendur eru hvattir til að segja frá upplifun sinni á www.facebook.com/ratleikur eða bara staðfesta að það sé með. Merkið gjarnan #ratleikurhfj2013‬ þegar þið setjið myndir á Facebook. Ath. að láta lausnarorðin ekki sjást :)
Gangi ykkur sem best,
kv.
Guðni
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikurinn hefst á föstudag
17.6.2013 | 22:59
Nýtt kort í Ratleik Hafnarfjarðar 2013 verður formlega afhent á föstudaginn kl. 15.30 í Ráðhúsinu, Strandgötu 6.
Í ár er lögð áhersla á skógarsvæði og útsýnisstaði en fjölmargir aðrir áhugaverðir staðar fylgja með.
Kortin verða aðgengileg á Bókasafninu, á sundstöðum, í Fjarðarkaupum, í verslunum Fjarllakofans, í Músik og sport, í Altís, á bensínstöðvum og víðar.
Ratleikur | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1 Útihús v/ Ástjörn
17.6.2013 | 22:44
Léttfeti | Breytt 24.6.2014 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 Ingvarslundur
17.6.2013 | 22:44
Léttfeti | Breytt 24.6.2014 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3 Höfðaskógur
17.6.2013 | 22:43
Léttfeti | Breytt 24.6.2014 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4 Skátalundur
17.6.2013 | 22:43
Léttfeti | Breytt 24.6.2014 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5 Rétt nálægt Stórhöfða
17.6.2013 | 22:42
Léttfeti | Breytt 24.6.2014 kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6 Bruni
17.6.2013 | 22:42
Léttfeti | Breytt 24.6.2014 kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7 Gráhelluhraun
17.6.2013 | 22:41
Léttfeti | Breytt 24.6.2014 kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)