25 Óttarstaðaselshellar
10.6.2010 | 16:33
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26 Fjallgrensbalar
10.6.2010 | 16:31
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27 Búðarvatnsstæði
10.6.2010 | 16:30
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikurinn hefst á föstudaginn kl. 15.30
9.6.2010 | 19:12
Ratleikur Hafnarfjarðar fer nú af stað í 14. sinn.
Þema leiksins er hleðslur og á öllum punktunum 27 eru hleðslur af mannavöldum. Farið á staðina og reynið að ímynda ykkur hvernig búskaparhættir voru hér áður fyrr.
Kortið er frítt og má fá í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, á sundstöðum og bensínstöðvum.
Leikurinn stendur til 21. september 2010. Fjölbreyttir vinningar í boði.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikurinn 2010 hefst í byrjun júní.
14.5.2010 | 17:38
Hafnarfjarðarbær hefur samið við Hönnunarhúsið ehf. um gerð og umsjón Ratleiksins í sumar. Í samstarfi við Jónatan Garðarsson hefur þema verið valið og er það HLEÐSLUR.
Vinnsla ratleiksins er í fullum gangi og markmiðið er að hann verði formlega settur eigi síðar en 10. júní.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enginn ratleikur í ár
31.5.2009 | 00:43
Hafnarfjarðarbær stendur ekki fyrir ratleik í ár. Engin formleg ákvörðun hefur borist frá Hafnarfjarðarbæ en líklega er niðurskurður ástæða þess þó upphæðirnar sem Hafnarfjarðarbær þarf að greiða séu alls eki háar.
Fjölmargir hafa harmað þessa ákvörðun og ætli Hafnarfjarðarbær ekki að standa að honum á næsta ári verður ratleikurinn haldinn með öðrum aðferðum.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verðlaun veitt í Ratleiknum
29.10.2008 | 00:45
Þrautakóngur, sá sem finnur öll 27 merkin og er svo heppinn að vera dreginn út var Ásta Sveinbjörnsdóttir og fékk hún að launum árskort frá Hress. Valgerður Hróðmarsdóttir var Göngugarpur, fann 18 merki og fékk Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum að launum. Margrét Sól Torfadóttir úr Grafarvoginum var svo Léttfeti fann 9 merki og fékk hún Polar púlsmæli frá Altis að launum.
Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út, Ragnar Örn Einarsson fékk vandað höfuðljós frá Fjallakofanum, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fékk Íslandskort í GPS tæki frá Samsýn og Einar Th. Jónsson fékk hádegisverðarboð frá Café Aroma.
Ferðalög | Breytt 3.11.2008 kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Viðurkenningar veittar 27. október kl. 17
26.10.2008 | 20:03
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ratleikur Hafnarfjarðar sem í ár byggir á ratleikskorti með myndagrunni stendur nú sem hæst og þátttakendur eru þegar farnir að skila inn lausnum en skila má í síðasta lagi 21. september 2008.
Staðirnir eru 27 í ár, 9 í Léttfeta, 18 í Göngugarpi og 27 í Þrautakóngi. Hægt er að skila inn lausnum með einhverjum 9 af punktunum, einhverjum 18 af punktunum eða öllum.
Vinningar eru veglegir og er dregið úr réttum innsendum lausnum:
- Léttfeti: Polar púlsmælirRS200sd, S1 m/ klukku, hraðamæli o.fl. Verðmæti kr. 26.500,-
- Göngugarpur: Vandaðir Scarpa Ladakh eða Hekla leðurgönguskórmeð Goretex - frá Fjallakofanum. Verðmæti: kr. 29.995,-
- Þrautakóngur: Árskort í Hressheilsurækt. Verðmæti kr. 44.900,-
Úrdráttarvinningar: (dregið úr öllum innsendum réttum lausnum)
- Matur fyrir fjóraá Stokrotka
- Íslandskortí Garmin GPS tæki frá Samsýun
- Hádegisverður fyrir allt að 6 mannsí Café Aroma
Nú er tilvalinn tími til að nýta úlpurnar sem hangið hafa í skápnum í góða veðrinu í sumar og leita að ratleiksmerkjum og tína gómsæt ber í leiðinni.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinsamlegast færið ekki merkin
25.8.2008 | 08:45
Það er gaman að heyra hversu mikill áhugi er á ratleiknum og eins og gengur er fólk mismunandi duglegt við að finna merkin. Ég var að fá fréttir af því að búið væri að færa merkið í Valabóli og nú blasti það við. Það á ALLS EKKI að færa merkin. Þó einhverjum hafi þótt erfitt að finna eitthvert merki þá er leikurinn lagður svona og jafnt á yfir alla að ganga. Það er sjálfsagt að fólk leggi hér inn athugasemdir ef það telur að merki séu ekki staðsett í samræmi við lýsingu en alls ekki að fólk færi merkin úr stað.
Nú er veðrið búið að vera svo gott í sumar að mörgum bregður við í rigningunni. Ég var á gangi í Hrútagjá og við Markhelluhól á laugardaginn í grenjandi rigningu og vindi og það var alveg dásamlegt! Það var ágrynni af berjum, mest krækiberjum en einnig mikið af stórum bláberjum. Takið endilega með ykkur ílát og tínur ef þið sækist eftir krækiberjunum sem mér finnst reyndar bestu berin og best ef þau eru borðuð á staðnum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ratleikurinn vinsæll
14.8.2008 | 11:19
Greinilegt er að ratleikurinn nýtur mikilla vinsælda enda hefur veðurfar verið með afbrigðum gott í sumar fyrir útiveru. Öll merki eiga að vera á sínum stað, nýtt merki var sett í Óttarstaðaborgina í gærkvöldi en þar hafði merkið verið ítrekað fjarlægt.
Það er gaman að heyra að fólk notar mismunandi atferðir við leit að merkjunum en engu skiptir hvernig fólk fer að, mikilvægast er að fólk gangi í bæjarlandinu og kynnist þeim ævintýraheim sem þar leynist. Nú er berjaspretta góð víða hægt að finna bæði krækiber og bláber og sumsstaðar eru berin orðin stór og safarík og gott að svala sér á safaríkjum berjum í gönguferðinni.
Enn er nægur tími til stefnu, hægt er að skila inn lausnum til 21. september og þátttakendur eru eindregið hvattir til að skila inn lausnum og vera með í úrdrætti um vegleg verðlaun.
Eins eru þátttakendur hvattir til að tjá skoðanir sínar á ratleiknum og umhverfinu hér á síðunni. Það má gera við athugasemdir við bloggfærslur eða með skráningu í gestabókina. Ath. bloggkerfið sýnir ekki hér til vinstri nýjustu athugasemdir ef bloggfærslan sem skráð er við er eldri en 20 daga. Athugasemdir og ábendingar við ákveðin númer skráist við viðkomandi bloggfærslu en til að skoða athugasemdirnar þarf að fara í viðkomandi færslur enda færslur við merkin 27 orðnar meira en 28 daga gamlar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott veður fyrir gönguferðir.
7.7.2008 | 14:46
Nú er aldeilis gott veður fyrir gönguferðir og öll merki eiga að vera á sínum stað. Látið endilega vita hvernig gengur.
Gangi ykkur vel, kv. Guðni
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Horfin merki
1.7.2008 | 23:07
Þrjú ratleiksmerki við sjávarsíðuna næst bænum hafa verið fjarlægð, merki 18, 19 og 20. Búið er að útbúa ný merki og verða þau sett á sinn stað á morgun miðvikudag. (málningin er að þorna).
Látið endilega vita um horfin ratleiksmerki, helst við viðkomandi stað hér á síðunni eða til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar.
Ratleikur | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ratleikurinn farinn af stað - nýtt loftmyndakort
29.6.2008 | 12:26
Þá er ratleikurinn hafinn og fjölmargir hafa þegar sótt kort og eru farnir út í náttúruna í leit að merkjum.
Í ár er notast við nýtt loftmyndakort sem gefur mjög góða mynd af náttúrunni eins og hún er og ætti kortið að nýtast í allri útivist í umhverfi Hafnarfjarðar. Reynsla þessa árs verður notuð til að gera enn betra kort á næsta ári og eru allar ábendingar því vel þegnar.
Allar ábendingar og fyrirspurnir við punktana er best að gera við viðkomandi færslu hér að neðan svo allir njóti góðs af. Þeir sem geta bætt við fróðleik um viðkomandi staði geri það endilega þar líka. Strax er rétt að geta að punktur 27 er SA við Stak eins og merkið sýnir en ekki NA við hann.
Ég óska ykkur góðrar skemmtunar og góðrar útivistar.
Guðni Gíslason.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1 Gráhella - rétt við minningarskjöld
25.6.2008 | 15:41
Ratleikur | Breytt 1.7.2008 kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 Trjásýnilundur - við stórt tré
25.6.2008 | 15:41
Ratleikur | Breytt 29.6.2008 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3 Skógrækt - í stekk
25.6.2008 | 15:40
Ratleikur | Breytt 29.6.2008 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4 Bláberjahryggur - við stóran stein
25.6.2008 | 15:40
Ratleikur | Breytt 29.6.2008 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5 Vatnshlíð - við vörðu
25.6.2008 | 15:39
Ratleikur | Breytt 29.6.2008 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6 Selhraun - bak við stein austan við trönur
25.6.2008 | 15:39
Ratleikur | Breytt 29.6.2008 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)