Léttfeti

1. Klofaklettur

Klofaklettur. Hraunhveli eru einnig nefnd Troðhólar. Þau myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku þar undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir...

2. Selhöfði

Selhöfði. Á Selhöfða, líkt og á flestum höfðunum ofan Hafnarfjarðar má sjá hvalbök; jökulrispaðar klappir. Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum grágrýtissvæða sem skriðjöklar hafa farið yfir. Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega...

3. Stórhöfði

Stórhöfði. Höfðinn er að mestu úr móbergi. Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er...

4. Setbergshellar

Setbergsselsfjárhellir. Víða ofan byggða á Reykjanesskaganum, þ.á.m. ofan Hafnarfjarðar, má sjá hvernig fólk fyrrum nýtti sér umhverfið til hinna ýmsu nytja, s.s. hella og skjól. Hlaðið var fyrir munna og op til skjóls fyrir skepnur – og jafnvel...

5. Selvogsgata

Selvogsgata. Fyrir um tæplega 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir suðaustan Hafnarfjörð. Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en þó bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun,...

6. Selstígur

Selstígur. Fornar götur og leiðir lágu jafnan um slétt hraun og hraunkanta. Ein slík lá á með Stórhöfða frá Ási upp að Kaldárseli. Kaldársel var fyrrum sel frá Görðum, síðar frá Setbergi. Í millitíðinni hýstu bæði Krýsuvíkur-Gvendur og Þorsteinn...

7. Lambagjá

Lambagjá er stórbrotið dæmi um hrauntröð. Hún hefur nú verið friðuð. Í Lambagjá eru hlaðnar þverfyrirhleðslur á a.m.k. tveimur stöðum og einnig er hlaðið fyrir þar sem auðvelt hefur verið að komast upp úr gjánni miðsvæðis. Líklegt má telja að gjáin hafi...

8. Helgadalur

Í Helgadal er áberandi misgengisveggur. Misgengi verður þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á brotalínu með tímanum. Sniðgengið verður þegar misgengisfletir renna lárétt fram hvor með öðrum. Sniðgengi geta gengið til hægri eða...

9. Fosshellir

Fosshellir er dæmigerð hraunrás innan við jarðfall í þeirri sömu og Rauðshellir og Hundraðmetrahellir milli Helgadals og Búrfellsgýgs. Um tíma var Rauðshellir nefndur Pólverjahellir, að sögn eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldist um tíma í...

1 - Grísanes

Umhverfis Ástjörn eru nokkrar grónar tóftir frá fyrri tíð. Gatan frá Ási að Ásseli við Hvaleyrarvatn lá um Skarið. Norðan við það, vestan götunnar er grjóthlaðinn stekkur.

2 - Lækjarbotnar

Þegar gengið er upp með læknum er kemur úr Lækjarbotnum má sjá hvar hann liðast með norðurjaðri Stekkjarhrauns og Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru hleðslur undan timburhúsi, sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá trépípa niður...

3 - Frakkastígur

Yfir Selvogsgötuna liggur slóði, Frakkastígur. Um er að ræða línuveg, nefndur eftir verkamönnunum er reistu háspennumöstrin óálitlegu. Merkið er við reiðgötuna.

4 - Kershellir

Sunnan Suðurhlíðar milli Setbergshlíðar og Sléttuhlíðar og er stór varða á vesturbrún Kershellis. Um töluverða hvelfingu er að ræða, um 40 metra langa, 10 metra breiða og um tveggja metra háa. Eftir að komið er niður í hellinn sjást göng upp með...

5 - Valaból

Einu opinberu staðfestinguna á landnámi Farfugla í Valabóli er að finna í fundargerðabók Bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 13. júlí 1942 og er hún þannig: Farfugladeild Reykjavíkur fer fram á leyfi til þess að mega innrétta og hlaða fyrir hellisskúta...

6 - Þríhnúkahraun

Strandartorfur eru tvær. Þær eru ílangar tóur undir aflöngum klettaborgum. Allt umleikis eru nýrri hraun. Selvogsgatan forna liggur skammt austan við þær. Augljóst er að þarna hafa verið áningarstaðir fyrrum sem og hrístaka. Neðri Strandartorfan hefur...

7 - Vatnshlíðarhnúkur

Rétt austan við jarðavegstipp í vestanverðri Vatnshlíðinni er merkjavarða. Henni hefur verið hlíft við annars miklu raski á svæðinu.

8 - Hellnahraun

Stórhöfðastígurinn liggur frá Stórhöfða, upp með Fjallinu eina og upp á Undirhlíðarveg. Stígurinn sést einna gleggst á kafla þar sem línuvegur sker hann. Á þeim kafla hefur stígurinn verið unninn fyrir vagnaumferð, en slíka kafla má víða sjá á hinum...

9 - Brunntorfur

Ofan við Brunntorfur liggur Stórhöfðastígur um gróið Hrútagjárdyngjuhraun (~5000 ára gamalt) með hraunjaðri Nýjahrauns/Brunans, nú nefnt Kapelluhraun, sem rann 1151.

1. Mógrafarhæð

Mógrafarhæð nefnist öxlin sem gengur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Bláberjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með riffla en þar var einnig gervifallbyssa úr gildum trjálurk sem...

2. Selhóll

Við austanvert Hvaleyrarvatn má sjá tættur tveggja selja; Hvaleyrarsels og Ássels. Upp af þeim er Selhöfði og handan þess Seldalur. Sunnan við vatnið eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er klifið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu. Sunnan...

3. v/ Stórhöfða

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Hvaleyri segir m.a.: „Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur,...

4. Fjárborg

Fjárborg og fjárhúshleðslur í vestanverðri Heiðmörk. Misvísandi óljósar upplýsingar hafa verið um staðsetningu fjárborgarinnar og var jafnvel talið að hún hefði farið undir nýja veginn í gegnum Heiðmörk vestan Vífilstaðahlíðar. En nú er hún fundin...

5. Hellir

Spottakorn norðan jarðfallsins er hrauntröð sem er hluti gamallar götu. Hún tengdi saman tvær þekktar þjóðleiðir, Selvogsgötu og Kaldárselsleið. Leiðin liggur frá Selvogsgötu norðan Kershellis og Sléttuhlíðarhorns í áttina að þessari grónu hrauntröð. Hún...

7. Kaðalhellir

Kaðalhellir er skammt norðvestan við Kaldársel. Börnin í sumarbúðum KFUM og-K leika sér jafnan í hellinum. Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir...

8. Rauðshellir

Rauðshellir er vestasti hluti sömu rásar og Fosshellir og 100 m hellir í Helgadal. Hann dregur nafn sitt af lit þeim er einkennir hellinn. Fyrir munnanum eru hleðslur í grónu jarðfalli. Ummerki eru þar eftir selstöðu. Stekkurinn er skammt norðar. Hellir...

9. Skúti

Í skúta þessum undir hrauninu hafa fundist gróðurleifar sem koluðust þegar hraunið rann yfir gróið land. Gróðurleifar sem þessar eru notaður til að aldursgreina hraun sem í þessu tilfelli reyndist vera frá því um 950 og hefur runnið frá Tvíbollum við...

1 Balaklöpp

Varða (Markavarða) á Balaklöpp er landamerki Hafnarfjarðar og Garða frá árinu 1913 er landssjóður seldi Hafnarfjarðarkaupstað hluta kirkjujarðarinnar. Úr vörðunni er sjónhending í vörðu aftan (suðvestan) við Hrafnistu. Björn Árnason, bæjarverkfræðingur,...

2 Hádegishóll

Hádegishóll er eyktarmark frá Hraunsholti. Hann er nú á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þann 30. ágúst 1913 seldi landssjóður Hafnarfjarðarkaupstað eign Garðakirkju á kaupstaðasvæðinu og nokkurn hluta af öðru landi hennar; bein lína úr Balaklöpp við...

3 Miðaftanshóll

Miðaftanshóll er gamalt eyktarmark frá Vífilsstöðum, einnig nefndur Hagakotshóll. Á hólnum er varða, núverandi landamerki Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Sunnan undir Miðaftanshól eru hleðslur undir fyrirhugaða járnbraut, sem til stóð að leggja frá...

4 Stórikrókur

Stórikrókur er neðan við Stórakrókshól (hraunhóll). Hóllinn var landamerki milli Setbergs og Urriðakots. Um krókinn lá Stórakróksstígur [-gata]. Um hann fór Urriðakotsfólkið um Hafnarfjarðarhraun að Garðakirkju.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband