Léttfeti

5 Fuglstapaþúfur

Landamerki Hvaleyrar voru um Fuglastapaþúfu[r], úr hinum stóra steini í Hvaleyrartjörn, sunnanvert við Skiphól uppí Fuglastapaþúfur; uppeptir þaðan í Bleikistein, sem er í norðanverðum Bleikisteinshálsi, þaðan um Hvaleyrarselshöfða, Þormóðshöfða og...

6 Hádegisholt

Á Hádegisholti, einnig nefnt Flóðahjalli og Flóðaháls, er varða, Hádegisvarða; eyktarmark frá Urriðakoti.

7 Sílingarhella

Sílingarhella hefur einnig verið nefnd Silungahella. Hún er á vesturmörkum Urriðakots gagnvart Setbergslandi. Ofan hennar er hár stakur hraunstandur. Skammt austan við mörkin er gömul rétt frá Urriðakoti, enda tanginn oft nefndur Réttartangi og einnig...

8 Hádegishóll

Hádegishóll er eyktarmark frá Vífilsstöðum. Í örnefnaskrá fyrir Urriðakot er hann nefndur Dyngjuhóll. Urriðakotsfjárhellar (Maríuhellar) og Vífilsstaðafjárhellir eru skammt norðan við hólinn.

9 Bleikisteinn

Á Bleikisteini er markavarða Hvaleyrar og Áss. Ofar, á Bleikisteinshálsi, er markavarða í línu að Þormóðshöfða. Þessi varða er nokkrum metrum ofan við endimörk mikils jarðrasks utan í hálsinum.

1. Stekkjarhraun

Stekkjahraun var friðlýst árið 2009. Ástæðan var ekki síst stekkurinn, sem þú stendur nú í. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar í...

2. Hamranes

Hamranes er ein nokkurra úthæða (lágra hamra) Ásfjalls ofan Hafnarfjarðar. Grísanes er ein þeirra, skammt norðvestar. Norðan í Hamranesinu, þ.e. þeirri hlið er snýr að Dalnum, má sjá hvernig ísaldarjökullinn hefur sorfið ofan af hamrinum og jafnframt...

3. Sel(hrauns)hóll

Sunnan við Hvaleyrarvatn eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er stakt klofið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu (Selhrauninu). Sunnan í hólnum eru tvö op; tófugreni. Hraunhveli myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi...

4. Kjóadalur

Hafnarfjörður hefur jafnan verið nefndur „bærinn í hrauninu“. Í og við bæinn má þó víða finna frjóan jarðveg sem bæjarbúar hafa löngum notað sér til ræktunar. Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld....

5. Gráhelluhraun

Gráhelluhraun kom úr Búrfelli. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er Búrfell um 7240±130 ára. Í heild sinni eru öll hraunin þaðan Búrfellshraun, en í dag bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn. Fyrst rann taumur niður í...

6. Selgjá - Búrfellsgjá

Svæðið umhverfis Helgafell, Húsfell og Búrfell er þakið hraunum sem eru á þekktri gosrein og þar er misgengislægð sem nefnist Hjallamisgengið. Það er greinilegast í Heiðmörk milli Elliðavatns og Vífilsstaðahlíðar, en nær töluvert lengra til suðvesturs,...

7. Lambagjá

Lambagjáin, sem reyndar er hrauntröð, er bæði löng og breið. Til marks um mikilfengleik hennar má geta þess að hún er nú friðlýst sem náttúruvætti. Áberandi mannvirki liggur þvert á Lambagjá vestarlega – há steinhleðsla. Þetta eru leifar af...

8. Helgadalur

Um Helgadal gengur sveimsprunga. Sprungukerfið er í misgengi, sem eru mörg á svæðinu. Má þar nefna Hjallamisgengið. Vatnsstreymið í gegnum hraunin ofan dalsins staðnæmast við sprungurnar og vatn safnast saman í gjánum. Á vatnasviðinu er Kaldárbotnar, er...

9. Valahnúkar

Valahnúkar eru móbergshryggir sem mynduðust fyrir um 120 þúsund árum. Víða er þar úfið og afrúnnað og efst á þeim eru drangar miklir sem sumir telja vera tröll sem þar hafi steinrunnið við sólarupprás, en aðrir segja að séu valirnir sem hnúkarnir beri...

1. Lækjarbotnar:

Lækjarbotnar voru vatnslind Hafnfirðinga frá byrjun síðustu aldar. Árið 1917 var vatni veitt úr Kaldá yfir í aðrennslissvæði Lækjarbotna og sjást merki þess enn ofan Kaldársels. Vatnið skilaði sér svo eftir nokkurn tíma í Lækjarbotnum. Merkið má finna í...

2. Fjárhúsatóft:

Í Setbergshlíðinni má finna stóra fjárhústóft sem hefur tekið við af Setbergsseli. Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, byggði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, fjárhúsið eftir aldarmótin 1900. Svæðið heitir Húsatún. Þegar hætt var að nota...

3. Hlaðið gerði:

Vestan Smyrlabúðar má finna leifar af hlöðnu gerði við Selvogsgötuna. Selvogsbúar nefndu götuna jafnan Suðurferðarveg, en þá lá hún um Grindarskörð, en ekki Kerlingarskarð, eins og nú. Nokkrir áningarstaðir eru við leiðina og er þetta einn þeirra. Merkið...

4. Helgadalur:

Rétt við girðinguna þar sem gönguleiðin liggur niður í Helgadal er gömul selstaða, væntanlega frá Görðum. Fornleif þessi er enn óskráð, en var þó þinglýst friðuð 15.11.1939. Elstu seljaleifar á Reykjanesskaganum eru kúasel, en síðan tóku fjárselin við....

5. Beitarhús:

Inni á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eru skýr ummerki eftir beitarhús frá Jófríðarstöðum. Tóftin er ca. 5x7 m og eru veggir hennar mjög vel greinilegir. Beitarhús tóku við er selin lögðust af. Eftir það var fært frá heima við bæ, en fé áfram...

6. Seltóft:

Þegar komið er upp í Seldal sunnan Selhöfða má leifar heimasels frá Hvaleyri. Heimasel voru jafnan í göngufæri frá bæjum. Í slíkum seljum voru jafnan ekki hús; baðstofa, búr og eldhús, eins og í hefðbundnum seljum, einungis stekkur og vatnsból. Á...

7. Stórhöfði:

Stórhöfðastígur liggur vestan Stórhöfða frá Ási (Hafnarfirði) og þaðan í átt að Krýsuvíkurvegi, upp á Undirhlíðarveg ofan Hrútagjárdyngju og síðan um Ketilsstíg yfir Sveifluháls að Krýsuvík. Í klofa eða gili í sunnanverðum Stórhöfðamá finna merkið ofan...

8. Selstígur:

Selstígurinn liggur við hraunjaðarinn á köflum. Uppi á hrauninu má finna merkið í stórri lægð. Kaldársel var lengi vel selstaða frá Görðum. Undir lok selstöðutímabilsins var hún leigð öðrum, t..d. Þorsteini Þorsteinssyni, sem þar bjó um tíma, og síðar...

9. Dalaleið:

Frá Kaldárseli liggur Dalaleið, fyrst í Undirhlíðarleið og síðan upp Kýrskarð, norður með Gvendarselshæðar og síðan suður með henni austanverðri, um Leirdal (Slysadal) og Breiðdal að Vatnshlíðarhorni (fyrrum Vatnsskarði) og að Hellunni við Kleifarvatn....

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband