Fastar síður

10 Markasteinn

Markasteinn (Markaklettur, Merkjasteinn) er neðarlega í suðaustast í Syðsta-Tjarnholti. Hann er stór klettur með grasþúfu upp á. Steinninn er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs. Í Markasteini átti að búa

11 Selshellir

Selshellir er tvískiptur; annars vegar er Setbergsfjárhellir og hins vegar Hamarskotsfjárhellir. Landamerkin liggja um miðjan hellinn, eins og sjá má á landamerkjavörðunni ofan og skammt austan hans. Fyrirhleðsla í miðjum hellinum aðskilur selstöðurnar....

12 Moldarkriki

Um Moldarkrika liggja gömul hornmörk Hvaleyrar og Jófríðastaðar (Ófriðarstaðar) og Hamarskots (Garðakirkjulands). Hamarskot nýtti sér um tíma hrístöku í Gráhelluhrauni í óþökk Garðaprests, auk selstöðu efst í hrauninu.

13 Þormóðshöfði

Á Þormóðshöfða er varða; landamerki Hvaleyrar og Áss. Höfðarnir ofan Hvaleyrarvatns heita auk Húshöfða, Selhöfði, Stórhöfði, Þormóðshöfði.

14 Fremstihöfði

Á Fremstahöfða er varða, mark á landamerkjum Straums og Garðakirkjulands. Landamerkjabréf fyrir Hvaleyri var undirritað 7. júní 1890 og þinglýst tveimur dögum síðar. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: Að norðanverðu: úr hinum stóra steini í...

15 Steinhús

Steinhús (einnig nefnt Steinhes) er náttúrulegt „hús“ á landamerkjum Hvaleyrar og Garða. Í eiginhandarbréfi séra Árna Helgasonar í Görðum til sýslumanns, dags. í Görðum 1848, segir m.a. um mörkin: „Á sydri hraunbrúnina hjá Nordurhellrum...

16 Markahóll

Um Markahól liggur markalínan milli Straums og Óttarsstaða skv. landamerkjabréfi fyrir Straum, sem var undirritað 31. maí 1890 og þinglýst 9. júní sama ár. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: Landamerki milli Straums og Óttarstaða, byrja við sjó á...

17 Stóri-Nónhóll

Stóri-Nónhóll er eyktarmark frá Straumi (kl. 15). Hann er jafnframt á landamerkum Straums og Óttarsstaða.

18 Miðmundarvarða

Miðmundarvarða er á Miðmundarhæð. Hún á skv. örnefnalýsingu að vera eyktarmark frá Þorbjarnarstöðum. Um vörðuna liggja mörk Straums og Þorbjarnarstaða fyrrum. Líklegra er þó að varðan hafi verið eyktarmark frá Straumi, ef örnefnið er rétt. Af stefnunni...

19 Sjónarhóll

Sjónarhóll (Stóri Grænhóll) á mörkum Lónakots og Óttarsstaða er stór og gróinn. Landamerki milli Óttar­staða og Lónakots – byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá...

20 Húsfell

Húsfell er hæst 287 m.y.s. Um það liggja mörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Frá því liggur línan áfram til norðurs um vörðu á Kolhól og áfram til norðurs um vörðu skammt ofan við Arnabæli á Hjöllum.

21 Markraki

Markraki er óbrennihólmi í Stóra-Bolla- og Tvíbolla­hrauni. Norðaustast á honum er hornlandamarkavarða á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þaðan liggur markalínan til norðurs um vörðu efst á Húsfelli.

22 Markrakagil

Markrakagil er gil í Undirhlíðum norðaustan Vatns­skarðs. Um það liggja landamerki Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Áður höfðu mörkin legið um Vatnsskarð frá vörðu efst á Fjallinu eina. Markraki er eitt margra heita á ref.

23 Fjallið eina

Efst á Fjallinu eina er gömul markavarða milli Garðalands og Krýsuvíkur. Síðar var línunni breytt og færð svolítið norðar; dregin frá Markhelluhól í Markrakagil, þannig að fjallið féll þá innan marka Krýsuvíkur.

24 Markhelluhóll

Markhelluhóll (einnig nefndur Markhóll í heimildum) er á mörkum Straums, Krýsuvíkur og Óttarsstaða. Á helluna eru klappaðir stafirnir „ÓTTA“, „STR“, „KRYSU“.300

25 Klofaklettur

Klofaklettur er á mörkum Straums og Óttarsstaða. Skv. gömlum heimildum átti að vera klappað á hólinn stafirnir „Ótta.“, „Str.“ og „varða hlaðin hjá“. Ekki er hægt að greina þessa áletrun lengur, en varðan sést enn...

26. Miðkrossstapi

Um Miðkrosstapa liggja mörk Óttarsstaða og Hvassahrauns. Þangað náðu einnig norðausturmörk Lónakots. Krossstaparnir eru tilkomumikil náttúrusmíð.

27. Hraunkrossstapi

Einn krossstapanna ofan (sunnan) við Lónakotssel er í heimildum nefndur Hraunkrossstapi. Um hann liggja landamerki Lónakots og Óttarsstaða; þ.e. landamerki að sunnan, talið frá Óttarsstöðum; úr Markaviki fyrir innan Grunnfót, þaðan beina línu um stein og...

1. Stekkjarhraun

Stekkjahraun var friðlýst árið 2009. Ástæðan var ekki síst stekkurinn, sem þú stendur nú í. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar í...

2. Hamranes

Hamranes er ein nokkurra úthæða (lágra hamra) Ásfjalls ofan Hafnarfjarðar. Grísanes er ein þeirra, skammt norðvestar. Norðan í Hamranesinu, þ.e. þeirri hlið er snýr að Dalnum, má sjá hvernig ísaldarjökullinn hefur sorfið ofan af hamrinum og jafnframt...

3. Sel(hrauns)hóll

Sunnan við Hvaleyrarvatn eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er stakt klofið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu (Selhrauninu). Sunnan í hólnum eru tvö op; tófugreni. Hraunhveli myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi...

4. Kjóadalur

Hafnarfjörður hefur jafnan verið nefndur „bærinn í hrauninu“. Í og við bæinn má þó víða finna frjóan jarðveg sem bæjarbúar hafa löngum notað sér til ræktunar. Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld....

5. Gráhelluhraun

Gráhelluhraun kom úr Búrfelli. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er Búrfell um 7240±130 ára. Í heild sinni eru öll hraunin þaðan Búrfellshraun, en í dag bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn. Fyrst rann taumur niður í...

6. Selgjá - Búrfellsgjá

Svæðið umhverfis Helgafell, Húsfell og Búrfell er þakið hraunum sem eru á þekktri gosrein og þar er misgengislægð sem nefnist Hjallamisgengið. Það er greinilegast í Heiðmörk milli Elliðavatns og Vífilsstaðahlíðar, en nær töluvert lengra til suðvesturs,...

7. Lambagjá

Lambagjáin, sem reyndar er hrauntröð, er bæði löng og breið. Til marks um mikilfengleik hennar má geta þess að hún er nú friðlýst sem náttúruvætti. Áberandi mannvirki liggur þvert á Lambagjá vestarlega – há steinhleðsla. Þetta eru leifar af...

8. Helgadalur

Um Helgadal gengur sveimsprunga. Sprungukerfið er í misgengi, sem eru mörg á svæðinu. Má þar nefna Hjallamisgengið. Vatnsstreymið í gegnum hraunin ofan dalsins staðnæmast við sprungurnar og vatn safnast saman í gjánum. Á vatnasviðinu er Kaldárbotnar, er...

9. Valahnúkar

Valahnúkar eru móbergshryggir sem mynduðust fyrir um 120 þúsund árum. Víða er þar úfið og afrúnnað og efst á þeim eru drangar miklir sem sumir telja vera tröll sem þar hafi steinrunnið við sólarupprás, en aðrir segja að séu valirnir sem hnúkarnir beri...

10. Víghóll

Örnefnið „Víghóll“ er og hefur verið torræðni. Það er víðar til, en kunnugt er um fjóra aðra Víghóla á Suðvesturlandi: einn í Selvogi, tvo í Garðabæ og einn í Mosfellssveit, auk fleiri á landinu öllu. Engra þessara nafna er getið í fornum...

11. Kringlóttagjá

11. Kringlóttagjá er fornt hrauntjarnarstæði frá afrennsli Búrfells. Hún líkist Gjánum norðvestan við Kaldársel - enda varð hún til í sömu goshrinu. (Búrfell). Barmarnir eru 5-10 metra háir og mynda óreglulega skál sem er um 200-300 metrar að ummáli með...

12. Strandatorfur

Strandatorfur eru tvær. Þær eru ílangar tóur undir aflöngum klettaborgum. Allt umleikis eru nýrri hraun. Selvogsgatan forna liggur skammt austan við þær. Augljóst er að þarna hafa verið áningarstaðir fyrrum – sem og hrístaka. Neðri Strandatorfan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband