Fastar síður
Leynir er í Leynidölum. Örnefnið er algengt, oftast gefið þeim stöðum eru voru í hvarfi frá bæ eða alfaraleið. Landamerki Hvaleyrar og Stóra Lambhaga (nú að mestu horfið undir álverið) má sjá í Leynidölum; merkin má sjá í óskráðum vörðum, sem liggja um...
4.6.2015 | 14:17 | Facebook
Í örnefnalýsingu Þorbjarnarstaða segir: „Rétt sunnan við „Skarðið“ var vik í „Brunann“. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst...
4.6.2015 | 14:16 (breytt kl. 14:17) | Facebook
Gamla Afstapahraun rann frá eldvörpunum norðan Trölladyngju, alla leið niður að Selhrauni ofan Þorbjarnarstaða. Að vísu hefur verið talsverður ruglingur á þessu öllu saman í gegnum tíðina því svonefnt Afstapahraun, sem við þekkjum, var talið hafa verið...
4.6.2015 | 14:15 | Facebook
Í Smalaskálahæð er „Skálin“ (Smalaskálaker), skjólgóður rauðamalarhóll í einu af fjölmörgum hraunbollum Hrútagjárhrauns. Árið 1974 var þarna komið fyrir „listaverki“; „Húsbyggingin“ (Das Haus Projekt) eftir Hrein...
4.6.2015 | 14:14 (breytt kl. 14:22) | Facebook
Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlend – eða gos verður í sjó eða vatni. Nánast allir rauðhólar í nágrenni byggðarinnar eru nú horfnir því afrakstur þeirra hefur verið notaður í húsbyggingar og vegagerð. Á þessum stað...
4.6.2015 | 14:13 (breytt 5.6.2015 kl. 09:57) | Facebook
Hrauntungur (Hrauntunga) er geil inn í Brunann (Nýja Hraun – Kapelluhraun), sem nánast hafði tekist að króa af vinina og útrýma henni. Hraunið í tungunni er frá Hrútargjárdyngju og því árþúsundum eldra, enda stangast þétt birkið og fjölbreyttur...
4.6.2015 | 14:12 (breytt 5.6.2015 kl. 09:57) | Facebook
Snókalöndin, sem eru tveir grónir óbrennishólmar inni í Brunanum (Nýjahraun/Háabruna), sem nú heitir Kapelluhraun og rann árið 1151. Gömul gata liggur inn í Snókalöndin frá Stórhöfðastíg skammt sunnan Brunabrúnarinnar, milli hlaðins garðs á henni og...
4.6.2015 | 14:10 | Facebook
Óbrinnishólakerið er í Óbrinnishólum - röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu vestan við Undirhlíðar. Þeir tilheyra Krýsuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða. Um fyrra gosið í Óbrinnishólum er lítið vitað eða hvenær...
4.6.2015 | 14:09 (breytt 5.6.2015 kl. 09:58) | Facebook
Gullkistugjá er löng, en aðgengileg, sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um Skúlatúnshraun þar sem hún „deyr út“ áður en kemur að Undirhlíðum. Sprungan er dæmigerð á Reykjanesskaganum, liggur í NA/SV. Séra...
4.6.2015 | 14:08 | Facebook
Megineldgígarnir sem Nýjahraun rann frá árið 1151 voru sitthvoru megin við Krýsuvíkurveginn skammt frá Vatnsskarði, s.n. Rauðhólar. Eldarnir voru hluti af Ögmundarhraunseldgígaröðinni er náði frá strönd Reykjanesskagans í suðri að Helgafelli í norðri....
4.6.2015 | 14:07 (breytt 5.6.2015 kl. 09:58) | Facebook
Berggangar eru sprungufyllingar, aðfærslukerfi bergkviku frá eldstöð upp á yfirborðið. Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Einn slíkur...
4.6.2015 | 13:59 | Facebook
Hrútagjá umleikur Hrútagjárdyngju. Líklega er gjáin í heild u.þ.b. 5 km löng – og hrikaleg á köflum. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hraunið hafi myndast fyrir u.þ.b. 5000 árum. Áður en dyngjan sjálf gaus myndaðist gífurlegur...
4.6.2015 | 13:59 (breytt 5.6.2015 kl. 09:59) | Facebook
Hrútagjárdyngjugosið gaf af sér stærstu hraunmyndunina vestan Hafnarfjarðar. Annað sambærilegt dyngjugos eru Þráinsskjöldur. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu...
4.6.2015 | 13:58 | Facebook
Allt umleikis Hrútagjárdyngju eru mikilfenglegar gjár og sprungur, engu ómerkilegri en gerist á Þingvöllum. Ef gjánni er fylgt má sjá hvar hún klofnar, dregst saman og breiðir úr sér með stórkostlegum bergmyndunum. Viðkomandi er bent á að fara varlega...
4.6.2015 | 13:57 | Facebook
Á Reykjanesskaganum eru þekktir yfir 600 hellar og skjól. Rúmlega fjórðungur þeirra með einhverjum mannvistarleifum, enda hafa náttúrulegir skútar og skjól jafnan verið notuð undir fé eða annað frá upphafi byggðar hér á landi. Einnig má finna í hellum...
4.6.2015 | 13:56 (breytt 5.6.2015 kl. 09:59) | Facebook
Lækjarbotnar voru vatnslind Hafnfirðinga frá byrjun síðustu aldar. Árið 1917 var vatni veitt úr Kaldá yfir í aðrennslissvæði Lækjarbotna og sjást merki þess enn ofan Kaldársels. Vatnið skilaði sér svo eftir nokkurn tíma í Lækjarbotnum. Merkið má finna í...
22.6.2014 | 23:18 (breytt 24.6.2014 kl. 13:18) | Facebook
Í Setbergshlíðinni má finna stóra fjárhústóft sem hefur tekið við af Setbergsseli. Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, byggði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, fjárhúsið eftir aldarmótin 1900. Svæðið heitir Húsatún. Þegar hætt var að nota...
22.6.2014 | 23:18 (breytt 24.6.2014 kl. 13:19) | Facebook
Vestan Smyrlabúðar má finna leifar af hlöðnu gerði við Selvogsgötuna. Selvogsbúar nefndu götuna jafnan Suðurferðarveg, en þá lá hún um Grindarskörð, en ekki Kerlingarskarð, eins og nú. Nokkrir áningarstaðir eru við leiðina og er þetta einn þeirra. Merkið...
22.6.2014 | 23:17 (breytt 24.6.2014 kl. 13:19) | Facebook
Rétt við girðinguna þar sem gönguleiðin liggur niður í Helgadal er gömul selstaða, væntanlega frá Görðum. Fornleif þessi er enn óskráð, en var þó þinglýst friðuð 15.11.1939. Elstu seljaleifar á Reykjanesskaganum eru kúasel, en síðan tóku fjárselin við....
22.6.2014 | 23:17 (breytt 24.6.2014 kl. 13:19) | Facebook
Inni á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eru skýr ummerki eftir beitarhús frá Jófríðarstöðum. Tóftin er ca. 5x7 m og eru veggir hennar mjög vel greinilegir. Beitarhús tóku við er selin lögðust af. Eftir það var fært frá heima við bæ, en fé áfram...
22.6.2014 | 23:16 (breytt 24.6.2014 kl. 13:20) | Facebook
Þegar komið er upp í Seldal sunnan Selhöfða má leifar heimasels frá Hvaleyri. Heimasel voru jafnan í göngufæri frá bæjum. Í slíkum seljum voru jafnan ekki hús; baðstofa, búr og eldhús, eins og í hefðbundnum seljum, einungis stekkur og vatnsból. Á...
22.6.2014 | 23:16 (breytt 24.6.2014 kl. 13:20) | Facebook
Stórhöfðastígur liggur vestan Stórhöfða frá Ási (Hafnarfirði) og þaðan í átt að Krýsuvíkurvegi, upp á Undirhlíðarveg ofan Hrútagjárdyngju og síðan um Ketilsstíg yfir Sveifluháls að Krýsuvík. Í klofa eða gili í sunnanverðum Stórhöfðamá finna merkið ofan...
22.6.2014 | 23:16 (breytt 24.6.2014 kl. 13:20) | Facebook
Selstígurinn liggur við hraunjaðarinn á köflum. Uppi á hrauninu má finna merkið í stórri lægð. Kaldársel var lengi vel selstaða frá Görðum. Undir lok selstöðutímabilsins var hún leigð öðrum, t..d. Þorsteini Þorsteinssyni, sem þar bjó um tíma, og síðar...
22.6.2014 | 23:15 (breytt 24.6.2014 kl. 13:20) | Facebook
Frá Kaldárseli liggur Dalaleið, fyrst í Undirhlíðarleið og síðan upp Kýrskarð, norður með Gvendarselshæðar og síðan suður með henni austanverðri, um Leirdal (Slysadal) og Breiðdal að Vatnshlíðarhorni (fyrrum Vatnsskarði) og að Hellunni við Kleifarvatn....
22.6.2014 | 23:14 (breytt 24.6.2014 kl. 13:20) | Facebook
Við Selvogsgötuna austan Helgafells má finna Gálgakletta sem svipar mjög til klettanna á Stafnesi. Á svæðinu eru fjölbreytt hraun, gróin svæði og klettabelti. Klettarnir sjást vel ef Selvogsgötunni er fylgt til austurs þegar komið er yfir ásinn austan...
22.6.2014 | 23:14 (breytt 24.6.2014 kl. 13:23) | Facebook
Við Stórhöfðastíginn, í Brunntorfum, rétt við Krýsuvíkurveg má finna hlaðið gerði. Gerðið er eitt af mörgum slíkum í Brunntorfum. Þau voru ýmist notuð sem aðhald, til rúninga eða annarra nota. Gróningarnir hafa einnig verið nefndir Brundtorfur og...
22.6.2014 | 23:14 (breytt 24.6.2014 kl. 13:22) | Facebook
Þegar Stórhöfðastígur fer yfir Krýsuvíkurveginn liggur hann meðfram veginum og hraunkantinum. Þar skammt ofar er áberandi klofinn klettur þar sem merkið er að finna. Kletturinn er í rauninni klofinn hraundrangi á hraunbrúninni, stundum nefndur...
22.6.2014 | 23:13 (breytt 24.6.2014 kl. 13:22) | Facebook
Sunnan til í vesturjaðri Brunans (Nýjahrauns/Kapellu-hrauns) er að finna veglega hringlaga hlaðna fjárborg með skilvegg í miðju. Veggurinn bendir til þess að topphlaða hafi átt borgina. Verkið unnu börnin á Þorbjarnarstöðum í Hraunum í kringum 1900....
22.6.2014 | 23:12 (breytt 24.6.2014 kl. 13:22) | Facebook
SV við grasivaxið Gjáselið er fjárskjól, sem hlaðið er fyrir. Opið er er nú umvafið birkikjarri. Laufhöfðavarðan er áberandi á svæðinu (vestan við selið), fast við Gjáselsstíginn frá Þorbjarnarstöðum. Í suður frá henni má sjá mælistand á...
22.6.2014 | 23:12 (breytt 24.6.2014 kl. 13:22) | Facebook
Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanesskaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Þegar Guðmundur Guðmundsson keypti Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana...
22.6.2014 | 23:12 (breytt 24.6.2014 kl. 13:22) | Facebook
«
Fyrri síða
|
Næsta síða
»