Fastar síður
Kaðalhellir er skammt norðvestan við Kaldársel. Börnin í sumarbúðum KFUM og-K leika sér jafnan í hellinum. Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir...
18.6.2017 | 22:52 | Facebook
Rauðshellir er vestasti hluti sömu rásar og Fosshellir og 100 m hellir í Helgadal. Hann dregur nafn sitt af lit þeim er einkennir hellinn. Fyrir munnanum eru hleðslur í grónu jarðfalli. Ummerki eru þar eftir selstöðu. Stekkurinn er skammt norðar. Hellir...
18.6.2017 | 22:51 | Facebook
Í skúta þessum undir hrauninu hafa fundist gróðurleifar sem koluðust þegar hraunið rann yfir gróið land. Gróðurleifar sem þessar eru notaður til að aldursgreina hraun sem í þessu tilfelli reyndist vera frá því um 950 og hefur runnið frá Tvíbollum við...
18.6.2017 | 22:51 | Facebook
Tvíbollahraun og Hellnahraun yngra runnu um 950 e. Kr. Í hraununum norðvestan við Markraka eru Dauðadalahellar, fallegar og jafnvel flóknar hraunrásir. Þarna gætu hafa runnið fyrstu hraunin á Íslandin eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar...
18.6.2017 | 22:50 | Facebook
Landið stendur á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Ummerki þessa mátti sjá í sniðgengi, mikilli sprungu...
18.6.2017 | 22:49 | Facebook
Snókalönd eru tveir hrísvaxnir hólmar sem Bruninn rann ekki yfir á sínum tíma. Nafnið tengist trúlega snókahvönn en orðið snókur þýðir kriki eða rani. Einstigi liggur frá Stórhöfðastíg í Blettina sem er annað nafn yfir þessa...
18.6.2017 | 22:49 | Facebook
Þorbjarnarstaðir fóru í eyði um 1939. Tóftir Þorbjarnastaða eru ekki einungis verðmætar vegna þess að þær eru einu ummerkin eftir hinn dæmigerða íslenska torfbæ í núverandi landi Hafnarfjarðar, heldur og vegna þess að þær segja sögu þess fólks, sem þar...
18.6.2017 | 22:48 | Facebook
Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870.
18.6.2017 | 22:48 | Facebook
Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Þarna hefur annað hvort verið nátthagi eða gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Skammt suður...
18.6.2017 | 22:46 | Facebook
Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að...
18.6.2017 | 22:45 | Facebook
Kolbeinshæð er mitt á milli Efrihella og Gjásels. Þar var haglendi sauða árið um kring. Búsmalinn átti öruggt skjól á sumrin í Kolbeinshæðarskjóli og góða vetrarvist í Kolbeinshæðarhelli, sem var með fyrirhleðslu og reft yfir til að verjast...
18.6.2017 | 22:45 | Facebook
Laufhöfðavarða stendur á klettasnös og vísar leiðina á milli Þorbjarnarstaða og Gjásels, Fornasels og Fjárborgarinnar. Vestan vörðunnar eru þrjár smávörður sem vísa á Illuholu, jarðfall sem gat reynst hættulegt mönnum og búfénaði, sérstaklega að...
18.6.2017 | 22:44 | Facebook
Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanesskaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar og vel greinilegar...
18.6.2017 | 22:43 | Facebook
Nátthaginn skammt suðaustan við Óttarsstaðaselstóftinar er einn sá myndarlegasti á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu; vandlega hlaðnir veggir er umlykja skjólgott jarðfall.
18.6.2017 | 22:43 | Facebook
Þessa stóru og heillegu fjárborg hlóðu börn hjónanna frá Þorbjarnastöðum í Hraunum um aldarmótin 1900. Borgin er fallega innhlaðinn að ofan, hringlaga með leiðigörðum út frá dyrum til suðausturs. Inni í borginni er hár beinhlaðinn veggur. Líklegt má...
18.6.2017 | 22:42 | Facebook
Gjárop í hraunbrún: Margar djúpar gjár og misgengissprungur er að finna í Hrútagjárdyngjuhrauni. Þar á meðal er sprungurein sem er spölkorn norðvestan við Fjallið eina en meðfram henni lá áður ein af mörgum leiðum um Almenninginn. Gjáin virkar eins og...
18.6.2017 | 22:41 | Facebook
Guðmundur Guðmundsson sem keypti jörðina Straum af Páli Árnasyni setti byggð í Straumsseli 1849, en hafði þá búið þar í tvö ár. Fyrsta árið bjó hann í selinu ásamt föður sínum, Guðmundi Bjarnasyni, sem var oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann skyldi...
18.6.2017 | 22:41 | Facebook
Sauðabrekkugígar eru falleg gígaröð með fallegum hraunmyndunum. Þar má finna lítið skjól með flóruðu gólfi og glugga með hellu fyrir og litlum þakglugga. Þar er merkið. Á svæðinu eru stórar og djúpar gjár, m.a. Sauðabrekkugjá. Skjólið hefur að öllum...
18.6.2017 | 22:40 | Facebook
Húshellir opnast í grunnu jarðfalli ofarlega í Hrútagjárdyngjuhrauni. Um er að ræða rúmgóða hraunbólu í annars lokaðri rás. Þegar inn er komið má sjá hlaðið hús, sem hellirinn dregur nafn sitt af. Til beggja hliða eru rásir er lokast. Í þeirri til...
18.6.2017 | 22:39 | Facebook
Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjárveikigirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli...
18.6.2017 | 22:38 | Facebook
Urðarás varð væntanlega til þegar neðanjarðar hraunrás stíflaðist og braut sér leið upp á yfirborðið vegna ógnarþrýstings. Þegar rásin tæmdist féll þakið niður í rásina og myndaði brothring með grjóturð. Oft eru stórir hellar tengdir slíkum...
18.6.2017 | 22:35 (breytt kl. 22:36) | Facebook
Varða (Markavarða) á Balaklöpp er landamerki Hafnarfjarðar og Garða frá árinu 1913 er landssjóður seldi Hafnarfjarðarkaupstað hluta kirkjujarðarinnar. Úr vörðunni er sjónhending í vörðu aftan (suðvestan) við Hrafnistu. Björn Árnason, bæjarverkfræðingur,...
13.6.2016 | 11:14 | Facebook
Hádegishóll er eyktarmark frá Hraunsholti. Hann er nú á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þann 30. ágúst 1913 seldi landssjóður Hafnarfjarðarkaupstað eign Garðakirkju á kaupstaðasvæðinu og nokkurn hluta af öðru landi hennar; bein lína úr Balaklöpp við...
13.6.2016 | 11:14 | Facebook
Miðaftanshóll er gamalt eyktarmark frá Vífilsstöðum, einnig nefndur Hagakotshóll. Á hólnum er varða, núverandi landamerki Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Sunnan undir Miðaftanshól eru hleðslur undir fyrirhugaða járnbraut, sem til stóð að leggja frá...
13.6.2016 | 11:13 | Facebook
Stórikrókur er neðan við Stórakrókshól (hraunhóll). Hóllinn var landamerki milli Setbergs og Urriðakots. Um krókinn lá Stórakróksstígur [-gata]. Um hann fór Urriðakotsfólkið um Hafnarfjarðarhraun að Garðakirkju.
13.6.2016 | 11:06 | Facebook
Landamerki Hvaleyrar voru um Fuglastapaþúfu[r], úr hinum stóra steini í Hvaleyrartjörn, sunnanvert við Skiphól uppí Fuglastapaþúfur; uppeptir þaðan í Bleikistein, sem er í norðanverðum Bleikisteinshálsi, þaðan um Hvaleyrarselshöfða, Þormóðshöfða og...
13.6.2016 | 11:05 | Facebook
Á Hádegisholti, einnig nefnt Flóðahjalli og Flóðaháls, er varða, Hádegisvarða; eyktarmark frá Urriðakoti.
13.6.2016 | 11:05 | Facebook
Sílingarhella hefur einnig verið nefnd Silungahella. Hún er á vesturmörkum Urriðakots gagnvart Setbergslandi. Ofan hennar er hár stakur hraunstandur. Skammt austan við mörkin er gömul rétt frá Urriðakoti, enda tanginn oft nefndur Réttartangi og einnig...
13.6.2016 | 11:05 | Facebook
Hádegishóll er eyktarmark frá Vífilsstöðum. Í örnefnaskrá fyrir Urriðakot er hann nefndur Dyngjuhóll. Urriðakotsfjárhellar (Maríuhellar) og Vífilsstaðafjárhellir eru skammt norðan við hólinn.
13.6.2016 | 11:04 | Facebook
Á Bleikisteini er markavarða Hvaleyrar og Áss. Ofar, á Bleikisteinshálsi, er markavarða í línu að Þormóðshöfða. Þessi varða er nokkrum metrum ofan við endimörk mikils jarðrasks utan í hálsinum.
13.6.2016 | 11:04 | Facebook
«
Fyrri síða
|
Næsta síða
»